Rauðka : úrval úr Speglinum

Ukioqatigiit
Ataaseq assigiiaat ilaat

Rauðka : úrval úr Speglinum - 01.06.1944, Qupperneq 133

Rauðka : úrval úr Speglinum - 01.06.1944, Qupperneq 133
Lán í óláni (XIII. 15.) Það er alltaf leiðinlegt að verða seinn fyrir með góðar hugmyndir, en samt getum vér ekki stillt ■oss um að láta ríkisstjórn vorri — rétt einusinni — í té eina slíka, sem ekki er vonlaust að geti borgað sig enn, þótt nokkru verði hún dýrari en ef hún hefði komið nógu snemma. — Nú, ertu með plan? spyr ég í hrifningu. — Bravó fyrir því! — Já, það er einn smáskattur, sem ennþá er ólagður á, en honum er annars ekkert að vanbún- aði annað en það, að ég er ekki búinn að finna á hann nafn, sem gangi í fólkið. — Á ég ekki að reyna að hjálpa þér, bróðir Ey- steinn? spyr ég. Fyrst skulum við nú sjá, hvað fyrir er: Vörutollur, verðtollur, viðskiptagjald og 12% tollauki. Heitir það ekki eitthvað á þessa leið? — Jú, það er sjálfsagt. Ég skal játa, að ég er hættur að muna þessi nöfn. — Þá skulum við sjá. Ekki þýðir að kalla þetta dýrtíðaruppbót, því við erum búnir að nota hana. — Já, ætli það sé ekki lítið eftir af henni hjá f lestum ? — En ef við kölluðum næsta tollauka hallæris- uppbót? — Ja, mikið helvíti ertu orðhagur. Þetta hefði mér aldrei dottið í hug, þegar þú varst að gata í móðurmálinu á Samvinnuskólanum og ég að hjálpa þér. Svo sannarlega köllum við hann hallærisupp- bót. Ekki nóg með það, að við stórþénum á þessu, heldur halda græningjarnir að ég sé að gefa þeim eitthvað, úr því þetta heitir uppbót. — Það er nú líka kúnstin, þegar maður er að snuða náungann, að láta hann halda að hann sé að snuða mann. Þetta ættirðu að hafa í huga fram- vegis, bróðir Eysteinn, og þá mun þér vel vegna. — Ég skil bara ekki í, hvernig svona einfalt atriði úr stafrófi viðskiptafræðinnar hefur getað farið framhjá mér í skólanum. -— Það er ósköp einfalt. Það var til meðferðar daginn, sem þér var illt í maganum, og eins og þú veizt, var ekki vani að endurtaka hlutina fyrir gáfnaljónin þar uppfrá. — Nei, satt er það, en nú verð ég að fara að skrifa bráðabirgðalögin, svo þú verður að fara. „Heiskunnar laun eru vanþakklæti“, tauta ég við sjálfan mig á leiðinni út. Á sýningunni í Nefjork, sem Bandaríkjamenn eru svo lítillátir að kenna við alheiminn, í stað þess að kenna hana við sjálfa sig, mun hið full- valda ríki ísland eiga sína sérstöku deild, ef allt fer með felldu, og mun aðalnúmerið þar verða kvikmynd af atvinnuvegum landsmanna, að svo miklu leyti sem hægt er að taka kvikmynd af dauð- um hlutum og illa gerðum. Nú er það á vitorði voru, að í þessari kvikmynd er algerlega, enn sem komið er, gengið á snið við einn helzta atvinnu- veg vorn á viðreisnaröldinni, sem sé slátt í útlönd- um, sem annars hefur haldið í oss þessu auma lífi í mörg undanfarin ár. Úr þessu verður að bæta, til þess að útlendingar fái ekki rammskakka hug- mynd um atvinnulíf vort. En jafnvel þó við vild- um nú segja skítt með það, þó útlendingarnir yrðu ginntir sem þursar, þá er annað í þessu máli, sem gerir framkvæmdir óumflýjanlegar. Það má hafa verið dýrðleg sjón fyrir hvern þann, sem einhverntíma hefur komið með kross- tryggðan smávíxil til Magnúsar og fengið hann í hausinn með viðeigandi meðaumkunarbrosi, að sjá sama Magnús ásamt húsbónda hans, Jóni í Sam- bandinu, læðast á milli fjármálajöfra úttlandsins gerandi engan mun á því, hvort sá, sem leitað var til, var Júði eða kristinn maður, því að undir svona kringumstæðum er ekki hægt að taka trúar- brögð manna og lit svo nauið. Og allsstaðar var sama sagan: enginn vildi líta við víxli Eysteins, sem að lokum var orðinn svo útklikkaður á þessari krossferð, að það eitt hefði átt að vera næg ástæða til að vilja ekki sjá hann eða nýta. Það er þessi krossganga, sem vér viljum taka á nokkur hundr- uð metra af stam- og stunumynd og nota til þess valútuna, sem afgangs hefur verið, þegar þeir fé- lagar stigu frá borði sem lúxus-farþegar (stow- aways) á hinu góða skipi Milwaukee. Þessa mynd, ásamt samskonar stubb af Pétri, ef hans för verð- ur sú sama, viljum vér að verði felld inn í atvinnu- vegamyndina á heimssýningunni, því án þessa kafla verður myndin hvort sem er eins og saltlaus hafragrautur, en með kaflanum mun hún trekkja svo hraustlega, að vér munum þéna þessar 12 milljónir, sem Jón og Magnús fengu ekki, í að- gangseyri. Sem sannindamerki má það tilfærast, að sambærilegar filmstjörnur eins og Mickey Mouse eru orðnar margfaldir miljón&mæringar í dollurum, og ef Mickey Mouse gerir lukku, hvaða ástæða er þá til að efast um, að þeir kumpánar geri það líka? RAUÐKA — 17 129
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132
Qupperneq 133
Qupperneq 134
Qupperneq 135
Qupperneq 136
Qupperneq 137
Qupperneq 138
Qupperneq 139
Qupperneq 140
Qupperneq 141
Qupperneq 142
Qupperneq 143
Qupperneq 144
Qupperneq 145
Qupperneq 146
Qupperneq 147
Qupperneq 148
Qupperneq 149
Qupperneq 150
Qupperneq 151
Qupperneq 152
Qupperneq 153
Qupperneq 154
Qupperneq 155
Qupperneq 156
Qupperneq 157
Qupperneq 158
Qupperneq 159
Qupperneq 160
Qupperneq 161
Qupperneq 162
Qupperneq 163
Qupperneq 164
Qupperneq 165
Qupperneq 166
Qupperneq 167
Qupperneq 168

x

Rauðka : úrval úr Speglinum

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Rauðka : úrval úr Speglinum
https://timarit.is/publication/1625

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.