Skýrsla miðstjórnar Alþýðusambands Íslands um starf sambandsins 1946-1948 - 14.11.1948, Page 3
Breytt viðhorf
Frá þvi á 19. þingi sambandsins hafa viðhorf i verkalýðsmálum
tekið gagngerðum breytingum. —
Fyrir aukin áhrif á framvindu þjóðmálanna og frumkvæði Alþýðu-
sambandsins hafði í nær tvö ár, verið fylgt stefnu nýsköpunar í at-
vinnumálum, undir forystu ríkisstjórnar, sem orðið hafði til, að veru-
legu leyti fyrir atbeina verkalýðssamtakanna og síðan hefur verið
kennd við nýsköpunina.
Þegar 19. þingið var háð hafði ótrúlega miklu verið til leiðar
komið á sviði atvinnulegrar nýsköpunar miðað við svo skamman
txma, — og hlaut því þetta þing alþýðunnar að markast af meira
bjartsýni og stórhug alþýðunnar almennt en nokkurt annað þing
hennar.
En ekki hafði liðið langur tími frá 19. þinginu þar til framvind-
an i þjóðmálum hafði breytt svo gagngert um stefnu og þar með
viðhorfinu 1 málum verkalýðsins að sambandsstjórn sá sig til knúða
að kalla saman aukþing, til að ráðfæra sig við.
Það, sem einkum einkenndi hin nýju viðhorf var eftirfarandi:
Tekin hafði verið mótsett stefna við það sem áður var i atvinnu-
málum þjóðarinnar og farið fram stjórnarskipti í landinu 1 samræmi
við það, — Þótt enn væru að sigla að ströndum landsins ný skip,
sem hin fráfarna ríkisstjórn nýsköpunarinnar hafði útvegað, var
skyndilega stöðvað framhald nýsköpunarinnar. Það leyndi sér ekki
þegar á fyrstu mánuðum hinnar nýju rikisstjórnar að tekin hafði
verið í landsmálum stefna er hlaut að leiða til samdráttar atvinnu-
lífsins og auka atvinnuleysishættuna.
í markaðsmálum islenzkra sjávarafurða var upp tekin stefna, er
3