Skýrsla miðstjórnar Alþýðusambands Íslands um starf sambandsins 1946-1948 - 14.11.1948, Page 24
gefa andstæðingunum þar með þrek og þor til árásanna á vinnandi
fólk og samtök þess.
íslenzkir verkalýðsfulltrúar spilla fyrir íslenzkum sjómanna-
samtökum í útlöudum
Snemma s.l. vetur þurftu samtök sjómanna í Vestmannaeyjum á
aðstoð að halda vegna þess að útgerðarmaður nokkur þar hafði
leyft sér þann fádæma ruddaskap að brjóta samning félaganna í
lögskráningu og láta skip sitt sigla úr höfn áleiðis til Englands án
þess að virða rétt viðkomandi félaga að nokkru.
Félögin i Eyjum sneru sér til sambandsins um aðstoð í þessu
máli, og fóru m. a. þess á leit að sambandið kynnti sér möguleikana
á því almennt að fá stöðvuð i brezkum höfnum þau skip, er kynnu
að sigla úr hérlendum höfnum í banni viðkomandi verkalýðsfélaga.
f þessu tilefni skrifaði ritari sambandsins Björn Bjarnason bréf
þess efnis til I. T. F. (Alþjóðaflutningaverkamannasambandið í
London.)
Eftir skamman tíma kom vinsamlegt svar, þar sem sagt var, að
málið væri í athugun, en síðar kom neikvætt svar, sem var hin mesta
ráðgáta þar til i kosningabaráttunni til sambandsþings, að málið
skýrðist fyrir óviljandi tiherknað „Alþýðublaðsins".
Til fróðleiks fyrir aldna og óborna um baráttuaðferðir andstæð-
inganna í röðum stéttarsamtaka vorra birtist hér orðrétt orösending
frá sambandsstjórninni til almennings varðandi þetta mál.
Orðsending frá stjórn Alþýðusamabands Islands
Það er staðreynd að i 2 s.l. árum hefur dýrtíð aukizt í landinu
með meiri hraða en dæmi eru til áður, á friðartímum. — Með tolla-
lögunum í fyrra vor var lagður nýr 45 milljóna baggi á herðar al-
þýðunnar. Með lögum um stýfingu kaupgjaldsvísitölunnar var 50
milljóna árlegum þunga enn bætt við. — Þar með hafði nær 100
milljón króna þunga verið dengt á bak alþýðunnar árlega, í ótrúlega
skjótri svipan. Fölsun kaupgjaldsvísitölunnar hefur á þessu tímabili
náð meti eða um 100 stigum, — en fölsunin nemur sem næst 25% af
kaupráni af alþýðu manna. Svartamarkaðsbraski er gefinn laus taum-
24