Skýrsla miðstjórnar Alþýðusambands Íslands um starf sambandsins 1946-1948 - 14.11.1948, Page 46
Er samningar náðust eftir harða deilu, undirritaSi Helgi Hannes-
son f. h. Alþýðusambands VestfjarÖa ásamt mér og öðrum manni f. h.
Vélstjárafclagsins."
Málið nánar skýrt:
„Vegna blaðskrifa að undanförnu varðandi rekstur og lausn vinnu-
deilu Vélstjórafclags ísafjarðar og frystihúseigenda á ísafirði i jan-
úar 1947, vil ég undirritaður, Kristinn D. Guðmundsson, formaður
Vélstjórafélags ísafjarðar, taka eftirfarandi fram:
1. Tilmœli þau, er Guðmundur Vigfússon, erindreki Alþýðusam-
bands fslands, og ég f. h. Vélstjórafélagsins, bárum fram við Helga
Hannesson, formann Verkalýðsfélagsins Baldurs, er við áttum við
hann um deiluna að heimili hans, Urðarveg 6 á ísafirði, voru ein-
ungis um samúðarvinnustöðvun af hálfu Baldurs, en nokkrir með-
limir þess félags unnu að vélgœzlu á starfssviði Vélstjórafélagsins.
Sams konar tilmreli höfðum við áður borið fram við Sjómannafé-
lag fsfirðinga, þar eð eins stóð á um nokkra menn úr þvi félagi.
Bœði fyrrgreind sambandsjélög Alþýðusambands íslands tóku þess-
um ósltum vel. Trúnaðarmannaráð Baldurs ákvað samúðarvinnu-
stöðvun með Vélstjórafélaginu og stjórn Sjómannafélagsins undirbjó
allsherjaratkvœðagreiðslu um samúðarvinnustöðvun af sinni hálfu
um það leyti, sem samningar tókust.
2. Hvorhi erindreki A.S.Í. né ég f. h. Vélstjórafélagsins fórum i
þetta skipti né annað þess á leit, að Alþýðusambandi Vestfjarða, stjórn
þess eða Helgi Hannesson, sem ritari A.S.V., teeki að sér samnings-
gjörð i deilunni eða veitti sérstaka aðstoð.
Undirskrift Helga Hannessonar undir samninginn, til viðbótar
samninganefnd Vélstjórafélagsins, er þvi aðeins afleiðing af afskiþt-
tim lialdurs af deilunni, en þau voru tilkomin eins og að ofan greinir.
Kristinn D. Guðmundsson."
Samningsbundinn íorgangsréttur skyldi dæmdur af
verkalýðsfélögunum
Hinni löngu og erfiðu baráttu verkalýðssamtakanna fyrir því að ná
fram með samningum við atvinnurekendur forgangsrétti félagsbund-
inna manna til vinnu verður trauðla með orðum lýst. Allir félags-
46