Skýrsla miðstjórnar Alþýðusambands Íslands um starf sambandsins 1946-1948 - 14.11.1948, Page 67
3. gr. — Lög þessi öðlast þegar gildi."
Endalok þessa frv. urðu þau, að það dagaði uppi.
Aukin áhrif verkalýðsins á Alþingi nauðsynleg
Svo sem sjá má af afgreiðslu þessara mála á Alþingi liafa þau flest
ekki hlotið þá meðt'erð, sem vænta mátti þegar þess er gætt hve mikil
sanngirnis- og nauðsynjamál þau eru islenzkum verkalýð.
I*að er í sjálfu sér ekkert undrunarefni að hagsmunamál alþýðunn-
ar séu fyrir borð borin eins og Alþingi er nú skipað.
19 þingmenn eiga þar sæti sem kjörnir fulltrúar þeirra flokka, sem
samkvæmt yfirlýstri stefnu sinni eru fyrst og fremst verkalýðsflokkar.
Hinir 33 eru fulltrúar flokka sem telja sig hafa hagsmuni annarra
stétta í huga.
Þegar svo er á það litið að þeir áðurtöldu 19 þingmenn eru ósam-
rnála um flest, þá er ekki von á að vel fari.
Annars hefur afstaða flokkanna á Alþingi til þeirra þingmála er
hér hafa verið rakin og flest eiga upptök sín á Alþýðusambands-
þingum verið f fám orðum sagt á þá leið að:
I’ingmenn Framsóknarflokksins hafa verið í andstöðu við flest
þeirra. Sama er að segja um þingmenn Sjálfstæðisflokksins, þó hafa
þar verið um nokkrar undantekningar að ræða. Þingmenn Alþýðu-
flokksins hafa sýnt þeim flestum furðulegt tómlæti, en þingmenn
Sósíalistaflokksins fylgt þeim öllum óskiptir.
Má því segja með fullum sanni að reynslan sanni áþreifanlega og
betur en nokkru sinni áður þvílík megin nauðsyn það er að verka-
lýðurinn auki verulega áhrif sín á Alþingi íslendinga.
Sjálfstæðismál þjóðarinnar
Sambandið hefur á starftímabilinu nú sem fyrr, eftir föngum stað-
ið á verði fyrir málstað sjálfstæðis landsins, á ýmsum sviðum, í anda
fjölda ályktana er gerðar hafa verið á sambandsþingum.
í samræmi við þetta sendi sambandsstjórn ríkisstjórn íslands svo-
67