Skýrsla miðstjórnar Alþýðusambands Íslands um starf sambandsins 1946-1948 - 14.11.1948, Page 72
Til fróðleiks er birt hér á eftir útvarpsdagskráin, sem ekki fékkst
flutt:
Útvarpsdagskrá A.S.Í. 1. rnai 1948
1. Ávarp (forseti A.S.Í., Hermann Guðmundsson) .. Kl. 5.00 til 5.10
Hljómlist
2. Upplestur (Lárus Pálsson, leikari) ............ — 5.10 — 5.25
Hljómlist
3. Ræða (Guðgeir Jónsson, gjaldkeri A.S.Í.) ...... — 5.25 — 5.35
Hljómlist
4. Kveðskapur (Kjartan Ólafsson, múrarameistari) .. — 5.35 — 6.00
Hljómlist
5. Ræða (Halldór Kiljan Laxness) ................. — 6.00 — 6.30
Hljómlist
6. Barnatimi (Þorst. Ö. Stephensen) .............. — 6.30 — 7.25
Hljómlist
7. Ræða (Stefán Omundsson, varaforseti A.S.Í.) .... — 8.30 — 8.45
Hljómlist
8. Ræða (Halldóra Guðmundsdóttir, form. Nótar) .. — 8.45 — 8.55
Hljómlist
9. Þættir úr Sjálfstæðu fólki, eftir H. K. L. leiknir
og lesnir....................................... — 8.55 — 10.00
Reynt a3 kljúfa raðir verkalýðsins 1. maí
Andstæðingar verkalýðssamtakanna létu þó ekki staðar numið með
því að útiloka verkalýðssamtökin með dagskrá sína frá útvarpinu.
Stjórnir Alþýðuflokksins og Sjálfstæðisflokksins auglýstu skyndilega
1. maí-samkomur, hin fyrrnefnda á Arnarhóli en hin síðarnefnda á
Austurvelli, sfnu hvoru megin við Lækjartorg, en þar fór fram að
vanda útisamkomur Fulltrúaráðs verkalýðsfélaganna í Reykjavík. —
Þannig reyndu andstæðingarnir með hinum sterku hátölurum sínum
sín hvoru megin við fundarstað verkalýðsins að kefja rödd hans og
vanhelga einingardag hans.
— En allt kom fyrir ekki. Alþýða Reykjavíkur svaraði árásunum
með því að sýna sig á götum borgarinnar og Lækjartorgi þennan
72