Skýrsla miðstjórnar Alþýðusambands Íslands um starf sambandsins 1946-1948 - 14.11.1948, Page 74
form. Stefán Ögmundsson, ritari Guðgeir Jónsson, meðstjórnendur:
Oskar Hallgrímsson, Snorri Jónsson og Valdimar Leónhardsson. Starfs-
reglur iðnsveinaráðs eru þessar:
Starfsreglur IBnsveinaráÖs Alþýðusambands fslands
1. grein. — Ráðið er stofnað samkvæmt 52. grein laga Alþýðusam-
bandsins og heitir Iðnsveinaráð Alþýðusambands íslands, — skamm-
stafað Iðnsveinaráð A.S.Í. — Skal það kosið á tveggja ára fresti af
fulltrúum iðnsveinafélaganna á reglulegum þingum Alþýðusambands
íslands.
2. grein. — Iðnsveinaráðið skipa 5 menn og 3 til vara og skiptir
ráðið með sér verkum.
3. grein. Iðnsveinaráðið starfar i samráði við miðstjórn Alþýðu-
sambands íslands.
4. grein. — Verkefni ráðsins eru:
a) að fara með öll sameiginleg málefni launþega í iðnaði.
b) að koma fram sem fulltrúi iðnsveinasamtakanna gagnvart lög-
gjafarvaldi, dómsvaldi og framkvæmdarvaldi
c) að tilnefna fulltrúa iðnsveinafélaganna til opinberra starfa, er
varða málefni iðnaðarmanna.
5. grein. — Kostnaður við starfsemi ráðsins greiðist úr sjóði Al-
þýðusambandsins, cnda stofni Iðnsveinaráðið eigi til slíkra fjárút-
láta án samþykkis sambandsstjórnar.
Milliþinganefndir
Tvær milliþinganefndir hafa starfað milli þinga. Önnur í skipu-
lagsmálum sambandsins almennt en hin í skipulagsmálum bílstjór-
anna. — Nefndir þessar liafa haldið nokkra fundi, og munu þær skila
áliti sinu á þessu þingi.
Alvarlegt úrlausnarefni
A fullskipuðum sambandsstjórnarfundi 31. okt,—1. nóv. 1945 var
in. a. samþykkt í skipulagsmálum eftirfarandi:
„Sambandsstjórn er þeirrar skoðunar að eigi sé rétt að taka inn í
sambandið fleiri félög í sveitum en þegar eru í sambandinu, a. m. k.
74