Skýrsla miðstjórnar Alþýðusambands Íslands um starf sambandsins 1946-1948 - 14.11.1948, Page 114
Nýr samningur hraðsaumastofanna i Reykjavík
28. sept. voru undirritaðir nýir kjarasamningar milli Skjaldborgar,
félags klæðskerasveina, og hraðsaumastofanna í Reykjavík. Samkvæmt
hinum nýju samningum hækkaði grunnkaup stúlkna um 15 krónur
á mánuði og fá því stúlkur, sem eru í hæsta launaflokki kr. 330.00 í
grunnkaup á mánuði í stað kr. 315.00 sem áður gilti. Samningurinn
gildir til 15. apríl 1948.
Nýr samningur um kjör nóta- og netamanna á Akureyri
í sept. voru undirritaðir samningar milli Vinnuveitendafélags Ak-
ureyrar og Verkamannafélags Akureyrarkaupstaðar um nóta- og neta-
vinnu. Samkvæmt hinum nýja samningi hækkar tímakaup úr kr.
2.92 í kr. 3.05 á klst. Kaup þeirra, sem öðlast iðnréttindi, hækkar úr
kr. 3.10 í kr. 3.15. Yfir sumartímann frá 1. júlí til 10. sept. greiðist
nótamönnum Þróttartaxti (kr. 2.70) með 60% álagi. Áður höfðu nóta-
menn það kaup aðeins yfir þann tíma, sem þeir unnu á Siglufirði. —
Veikindadagar greiðast allt að 12 á ári. Uppsagnarfrestur úr vinnu er
2 mánuðir fyrir fastráðna menn. — Verkamannaféiagið hafði ákveðið
vinnustöðvun frá og með 17. sept., ef samningar hefðu þá ekki verið
undirritaðir, en vinnuveitendur höfðu í fyrstu neitað með öllu að
hækka kaupið. — Samningurinn gildir frá 1. sept. þ. á. til 15. okt.
1948.
Samningur Hlífar í Hafnarfirði
9. okt. var framlengdur samningur Hlífar í Hafnarfirði og at-
vinnurekenda þar, en atvinnurekendur höfðu sagt samningnum upp
og átti hann að ganga úr gildi 15. okt. s.l. Samningurinn gildir nú
um óákveðinn tíma með mánaðar uppsagnarfresti.
Dagsbrúnarsamningar
13. okt. var samningur Dagsbrúnar og vinnuveitenda frá 5. júlf
framlengdur um óákveðinn tíma með mánaðar uppsagnarfresti.
Vinnuveitendur höfðu sagt samningnum upp og átti hann að ganga
úr gildi 15 okt.
114