Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2020, Page 22
„ALLT SeM HeFUR VeRIð TIL, HeLDUR ÁFRAM Að VeRA TIL“
21
þróun sálarinnar í bók sinni Man Visible and Invisible. Hann segir að í jurta-
ríkinu sé hver planta ekki með sál heldur þjóni sama hópsálin jafnvel heilu
tegundunum. Á lægri stigum dýraríkisins geti ein sál þjónað millj ónum af
einstaklingum, til dæmis í tilfelli skordýra, en færri einstaklingar séu um
hverja hópsál eftir því sem ofar dragi í þróunarstiganum.44
Leadbeater útskýrir með líkingu hvernig hópsálir dýraríkisins þróast. ef
hópsálin er vatn í fullri fötu, er einstaklingurinn glas af vatni þar sem vatnið
er sálin. Öll reynsla einstaklingsins hefur áhrif á þróun sálarinnar og Lead-
beater táknar það með litarefni sem blandast við vatnið í glasinu. Þegar ein-
staklingurinn deyr sameinast vatnið í glasinu aftur því sem er í fötunni og
litur þess hefur áhrif á allt vatnið sem þar er. Öllum þeim eiginleikum sem
einstaklingurinn hefur þró að með sér á lífsleiðinni er deilt með hópsálinni
en það er auðvitað ómögulegt að ná aftur sama glasi af vatni úr fötunni, eða
með öðrum orðum endurholdgun einstaklingsins er ekki mög uleg á meðal
dýra. en á sama tíma og hópsálin þróast, skipast hún á færri og færri ein-
staklinga, á svipaðan hátt og frumur skipta sér, og að lokum hafa einstök dýr
eina sál og þróun mannsins í gegnum endurfæðingar hefst.45
Þessar hugmyndir guðspekinnar eru ólíkar þeim sem hindúar hafa um
endur holdgun. Þeir ganga út frá því að allt form lífs hafi sams konar andlegt
sjálf, hvort sem það eru guðirnir sjálfir eða grasstrá. Allt líf hefur því sama
gildi og sömu mögu leika. endurholdgun einstakrar sálar er ekki bundin við
manninn heldur gengur hvert sjálf í gegnum röð endurholdgana og getur
tekið á sig mynd, til að mynda dýra eða plantna. Allir hafi því einhvern tím-
ann verið planta eða dýr og geti aftur horfið í þá mynd. Þess vegna koma
hindúar fram við fyrirbæri náttúrunnar með það í huga að sálir manna, sem
þeir hafa elskað, gætu hafa holdtekist í þeim.46 Þó skal ekki gera ráð fyrir því
að staða dýra sé örugg í sið hindúa, dýrafórnir til guðanna eru til dæmis enn
þann dag í dag hluti af helgiathöfnum þeirra.47
Þrátt fyrir þennan mun á afstöðu guðspekinga og hindúa til lögmála
endurhold g unar, er samhljómur í því að kenningar beggja gera ráð fyrir að
dýrin og önnur fyrir bæri náttúrunnar hafi sál og af því leiða siðferðisspurn-
ingar sem krefjast svara.
44 C.W. Leadbeater, Man Visible and Invisible, bls. 32.
45 Sama heimild, bls. 33.
46 Lance Nelson, „Cows, elephants, Dogs, and Other Lesser embodiments of Atman.
Reflections on Hindu Attitudes toward Nonhuman Animals“, A Communion of Su-
bjects. Animals in Religion, Science and Ethics, ritstj. Paul Waldau; Kimberly Patton,
New York: Columbia University Press, 2006, bls. 179–194, hér bls. 182–183.
47 Sama heimild. bls. 180.