Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2020, Page 36
„ALLT SeM HeFUR VeRIð TIL, HeLDUR ÁFRAM Að VeRA TIL“
35
veðrið (44–46). Undarlegt háttalag Skjöldu, sem var önnur kýrin á Hala, var
rakið til skyggnigáfu hennar og þótt fólk hafi ekki talið sál Jarps ódauð lega,
taldi sögumaður það hafa haft einhverjar hugmyndir um að sálir kúnna væru
það:
Það skammaðist sín enginn í Suðursveit fyrir sambúð við kýrnar,
þær voru partur af fjölskyldunni, ennþá nákomnari henni andlega
og líkamlega en hestarnir og kindurnar. Þær voru góðar við fólkið
að gefa því mjólk úr sér, hollasta matinn á heimilinu. Þær áttu guð
yfir sér eins og fólkið, og það voru sumir í Suðursveit farnir að
halda að þær hefðu ódauðlega sál. Þær voru bara svolítið öðruvísi í
laginu en fólkið (57).
en kýrnar eru ekki aðeins mikilvæg uppspretta fæðu heldur búa þær með
mönnunum og hita upp bústaði þeirra í leiðinni:
Kýrnar fengu líka hlýju frá fólkinu. Þetta var samhjálp í baráttunni
við vetrarkuldana. Þessir fjósbúar voru ein fjölskylda, sem bjó á
tveimur hæðum. Og ylurinn frá kúnum var svo náttúrlegur í lífi
fólksins, að maður hugsaði aldrei út í það, hvílík vörn þessar bless-
uðu skepnur voru gegn kuldasjúkdómum og illri líðan (58).
Í þessum frásögnum dregur sögumaður upp mynd af því hvernig umhverfi
og menning Suðursveitar hefur áhrif á Berg litla. Hann dregur fram frá-
sagnir sem einkennast annars vegar af náttúrutrú sem og hins vegar af efnis-
hyggjunni sem virðist vera að taka yfir í menningu sveitarinnar. Guðspeki-
þekkingin sem Þórbergur hefur viðað að sér birtist í þeirri sérstöðu sem
Bergi litla er sköpuð með náttúrutrúnni. Trúin á sálarlíf kúnna virðist þó
vera nokkuð almenn. Kýrnar og fólkið í Suðursveit eru ein og sama fjöl-
skyldan í harðri lífsbaráttunni. Sögumaðurinn, hinn sviðsetti Þórbergur,
undir strikar mikilvægi þeirra í samfélaginu. Gott er þá að minnast þess að
margt bendir til að kýrin hafi gegnt veigameira hlutverki í helgisiðum þjóða
víða um heim áður en kristindómur og íslam náðu víðtækri útbreiðslu.81
Rétt eins og í Suðursveit gegnir kýrin lykilhlutverki í menningu Ind-
lands. Hún gefur af sér mikilvægar afurðir, auk mjólkurinnar er mykjan
notuð til kyndingar og jafnvel sem byggingarefni. Hindúar tilbiðja kúna og í
sið þeirra er hún heilög og víða er bannað að slátra henni eða það að minnsta
kosti takmarkað. Hún gegnir enn hlutverki sem tákn mynd í menningu hind-
81 Frederick J. Simoons, Eat Not This Flesh. Food Avoidances from Prehistory to the Pre-
sent, Madison: University of Wisconsin Press, 1994, bls. 103.