Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2020, Blaðsíða 36

Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2020, Blaðsíða 36
„ALLT SeM HeFUR VeRIð TIL, HeLDUR ÁFRAM Að VeRA TIL“ 35 veðrið (44–46). Undarlegt háttalag Skjöldu, sem var önnur kýrin á Hala, var rakið til skyggnigáfu hennar og þótt fólk hafi ekki talið sál Jarps ódauð lega, taldi sögumaður það hafa haft einhverjar hugmyndir um að sálir kúnna væru það: Það skammaðist sín enginn í Suðursveit fyrir sambúð við kýrnar, þær voru partur af fjölskyldunni, ennþá nákomnari henni andlega og líkamlega en hestarnir og kindurnar. Þær voru góðar við fólkið að gefa því mjólk úr sér, hollasta matinn á heimilinu. Þær áttu guð yfir sér eins og fólkið, og það voru sumir í Suðursveit farnir að halda að þær hefðu ódauðlega sál. Þær voru bara svolítið öðruvísi í laginu en fólkið (57). en kýrnar eru ekki aðeins mikilvæg uppspretta fæðu heldur búa þær með mönnunum og hita upp bústaði þeirra í leiðinni: Kýrnar fengu líka hlýju frá fólkinu. Þetta var samhjálp í baráttunni við vetrarkuldana. Þessir fjósbúar voru ein fjölskylda, sem bjó á tveimur hæðum. Og ylurinn frá kúnum var svo náttúrlegur í lífi fólksins, að maður hugsaði aldrei út í það, hvílík vörn þessar bless- uðu skepnur voru gegn kuldasjúkdómum og illri líðan (58). Í þessum frásögnum dregur sögumaður upp mynd af því hvernig umhverfi og menning Suðursveitar hefur áhrif á Berg litla. Hann dregur fram frá- sagnir sem einkennast annars vegar af náttúrutrú sem og hins vegar af efnis- hyggjunni sem virðist vera að taka yfir í menningu sveitarinnar. Guðspeki- þekkingin sem Þórbergur hefur viðað að sér birtist í þeirri sérstöðu sem Bergi litla er sköpuð með náttúrutrúnni. Trúin á sálarlíf kúnna virðist þó vera nokkuð almenn. Kýrnar og fólkið í Suðursveit eru ein og sama fjöl- skyldan í harðri lífsbaráttunni. Sögumaðurinn, hinn sviðsetti Þórbergur, undir strikar mikilvægi þeirra í samfélaginu. Gott er þá að minnast þess að margt bendir til að kýrin hafi gegnt veigameira hlutverki í helgisiðum þjóða víða um heim áður en kristindómur og íslam náðu víðtækri útbreiðslu.81 Rétt eins og í Suðursveit gegnir kýrin lykilhlutverki í menningu Ind- lands. Hún gefur af sér mikilvægar afurðir, auk mjólkurinnar er mykjan notuð til kyndingar og jafnvel sem byggingarefni. Hindúar tilbiðja kúna og í sið þeirra er hún heilög og víða er bannað að slátra henni eða það að minnsta kosti takmarkað. Hún gegnir enn hlutverki sem tákn mynd í menningu hind- 81 Frederick J. Simoons, Eat Not This Flesh. Food Avoidances from Prehistory to the Pre- sent, Madison: University of Wisconsin Press, 1994, bls. 103.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164
Blaðsíða 165
Blaðsíða 166
Blaðsíða 167
Blaðsíða 168
Blaðsíða 169
Blaðsíða 170
Blaðsíða 171
Blaðsíða 172
Blaðsíða 173
Blaðsíða 174
Blaðsíða 175
Blaðsíða 176
Blaðsíða 177
Blaðsíða 178
Blaðsíða 179
Blaðsíða 180
Blaðsíða 181
Blaðsíða 182
Blaðsíða 183
Blaðsíða 184
Blaðsíða 185
Blaðsíða 186
Blaðsíða 187
Blaðsíða 188
Blaðsíða 189
Blaðsíða 190
Blaðsíða 191
Blaðsíða 192
Blaðsíða 193
Blaðsíða 194
Blaðsíða 195
Blaðsíða 196
Blaðsíða 197
Blaðsíða 198
Blaðsíða 199
Blaðsíða 200
Blaðsíða 201
Blaðsíða 202
Blaðsíða 203
Blaðsíða 204
Blaðsíða 205
Blaðsíða 206
Blaðsíða 207
Blaðsíða 208
Blaðsíða 209
Blaðsíða 210
Blaðsíða 211
Blaðsíða 212
Blaðsíða 213
Blaðsíða 214
Blaðsíða 215
Blaðsíða 216
Blaðsíða 217
Blaðsíða 218
Blaðsíða 219
Blaðsíða 220
Blaðsíða 221
Blaðsíða 222
Blaðsíða 223
Blaðsíða 224
Blaðsíða 225
Blaðsíða 226
Blaðsíða 227
Blaðsíða 228
Blaðsíða 229
Blaðsíða 230
Blaðsíða 231
Blaðsíða 232
Blaðsíða 233
Blaðsíða 234
Blaðsíða 235
Blaðsíða 236
Blaðsíða 237
Blaðsíða 238
Blaðsíða 239
Blaðsíða 240
Blaðsíða 241
Blaðsíða 242
Blaðsíða 243
Blaðsíða 244
Blaðsíða 245
Blaðsíða 246
Blaðsíða 247
Blaðsíða 248
Blaðsíða 249
Blaðsíða 250
Blaðsíða 251
Blaðsíða 252
Blaðsíða 253
Blaðsíða 254
Blaðsíða 255
Blaðsíða 256
Blaðsíða 257
Blaðsíða 258
Blaðsíða 259
Blaðsíða 260
Blaðsíða 261
Blaðsíða 262
Blaðsíða 263
Blaðsíða 264
Blaðsíða 265

x

Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar
https://timarit.is/publication/1098

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.