Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2020, Side 113

Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2020, Side 113
JAKOB VOn UExKüLL 112 ingar, má taka mið af fjölfrumungum sem hafa sama göngulag og álykta að útfrymi totufóta sé alls staðar samsett úr að minnsta kosti tveimur himnum sem skerast rétthyrnt í þá átt sem þær styttast. Ef önnur þessara frymishimna styttist, þá ætti hún þar með að þenja hina út. Út frá fjölfrumungum vitum við að erting leiðir alltaf út í þanda vöðva. Ef við yfirfærum það á frymið, myndi það þýða að stytting annarrar himnunnar ylli því næst styttingu hinn- ar himnunnar vegna þess að ertingin leiddi út í þöndu himnuna. Valdi önnur himnan lengingu skinfótar, þá leiðir það til þess að hann dregst til baka við samdrátt hinnar himnunnar. Sé gert ráð fyrir að himnur frymisins skerist, þá skýrir það einnig vandræðalaust kúlulögun amöbunnar, sem hún tekur ávallt á sig er hún verður fyrir miklu áreiti frá öllum hliðum. Hér vaknar sú spurning hvort líta beri á að slíkt fyrirkomulag hjá frymi totufóta geti talist stöðugt eða ekki. Frymið býr nefnilega ekki einungis yfir þeim eiginleikum að geta styst og lengst heldur getur það einnig linast og þést á ný. Útfrymið er ekki aðeins í stakk búið að breyta lögun sinni heldur einnig þéttleika sínum. Þéttleikinn breytist alveg sjálfstætt og er óháður lög- uninni hverju sinni. Það kemur skýrt í ljós við inntöku fæðu. Jennings lýsir henni á eftirfarandi hátt: „Lítilsverðar smáagnir á borð við sót, sem loða við yfirborðið, eru ekki teknar inn.“ Aftur á móti loðir fæða eins og hjóldýr, bif- dýr eða bakteríuhrúgur ekki aðeins föst við dýrið, heldur sogast hún hægt og rólega inn í amöbuna. Þetta næringarnám er viðstöðulaust meðan útfrymið hringsnýst. Við það lenda fæðuagnirnar sitt á hvað á svæðum sem ýmist styttast eða lengjast í ólíkum mæli. Þrátt fyrir það linast frymið sífellt meir í næsta nágrenni fæðunnar þar til hún hefur borist í innfrymið. Frymið verður að linast áfram þar til það leysist upp í vökva til að hleypa fastri fæðunni í gegn. Að því loknu verður útfrymið strax samt á ný. Af þessu má vera ljóst að þegar himnuformgerð er til staðar í útfryminu, þá hverfur hún þegar hún linast en birtist svo strax aftur. Sá eiginleiki að geta látið formgerðir verða til og hverfa er jú mikilvægasti eiginleiki frymisins. Amoeba terricola þekur stundum fæðu sína með útfrymismöttli, sem sekk- ur síðan á kaf í innfrymið með fæðunni. Penard kom enn fremur auga á að saurinn var endrum og sinnum þakinn útfrymishimnu, sem hafði sýnilega myndast í innfryminu, og var þrýst út ásamt þessum möttli með kippum. Til að ljúka þessum athugunum á hreyfingum útfrymisins skal einnig nefnt að þegar útfrymi amoeba terricola særist lítillega, þá snýr hún jöðrum sársins inn á við þannig að það myndast gróp í laginu eins og trompett. Út- frymið rennur síðan saman á ytri jöðrunum og lokar opinu á ný. Útfrymið sem var innbyrt, hverfur á sinn stað. Ef áverkarnir eru alvarlegir, ef þrýst er á
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164
Side 165
Side 166
Side 167
Side 168
Side 169
Side 170
Side 171
Side 172
Side 173
Side 174
Side 175
Side 176
Side 177
Side 178
Side 179
Side 180
Side 181
Side 182
Side 183
Side 184
Side 185
Side 186
Side 187
Side 188
Side 189
Side 190
Side 191
Side 192
Side 193
Side 194
Side 195
Side 196
Side 197
Side 198
Side 199
Side 200
Side 201
Side 202
Side 203
Side 204
Side 205
Side 206
Side 207
Side 208
Side 209
Side 210
Side 211
Side 212
Side 213
Side 214
Side 215
Side 216
Side 217
Side 218
Side 219
Side 220
Side 221
Side 222
Side 223
Side 224
Side 225
Side 226
Side 227
Side 228
Side 229
Side 230
Side 231
Side 232
Side 233
Side 234
Side 235
Side 236
Side 237
Side 238
Side 239
Side 240
Side 241
Side 242
Side 243
Side 244
Side 245
Side 246
Side 247
Side 248
Side 249
Side 250
Side 251
Side 252
Side 253
Side 254
Side 255
Side 256
Side 257
Side 258
Side 259
Side 260
Side 261
Side 262
Side 263
Side 264
Side 265

x

Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar
https://timarit.is/publication/1098

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.