Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2020, Side 219
AuðuR AðAlSTEInSDóTTIR
218
gegnum tíðina verið ötull við að beina athygli lesenda að þessu rúmlega 150
ára gamla riti, Walden (1854), þar sem Henry David Thoreau segir frá því
þegar hann ákvað að búa úti í skógi í tvö ár en hann taldi mannlegt samfélag
komið langt frá því sem okkur væri náttúrulegt. Hugmyndin sem Thoreau
lýsir í byrjun bókar er sú að við höfum í raun byggt okkur okkar eigið helvíti;
við lifum til að vinna en ekki öfugt; erum þrælar eigna okkar. Eina mögu-
lega uppreisnin virðist vera að hætta að taka þátt. Rithöfundurinn og bók-
menntafræðingurinn Hermann Stefánsson segir að ekki sé „til sterkari eða
beinskeyttari yfirlýsing um samtímann en að snúa við honum baki“ og að
Sandárbókin sé því „einhver mest afgerandi pólitíska yfirlýsing sem út kom
á tímum góðærisins“.3 Ef við tökum undir það viðhorf að stundum sé mesta
uppreisnin fólgin í því að draga sig til baka, verða þunglyndar karlsögu-
hetjur sem skjóta upp kollinum í þríleik Gyrðis, og einnig í hverri sögunni á
fætur annarri í Milli trjánna, skyndilega að skæruliðum aðgerðarleysis. Þeir
eru ekki bara fámálir og aka löturhægt innan um hraðskreiða jeppa sam-
borgaranna heldur draga sumir sig bókstaflega út úr þátttöku í samfélaginu;
loka sig af í húsum sínum eða flýja á vit náttúrunnar.
Drungann sem einkennir þessar karlhetjur mætti lesa sem vísbendingu
um að þessi einangrun sé ekki að öllu leyti sjálfviljug eða kærkomin þótt
hún sé ef til vill sjálfskipuð. Að minnsta kosti reynast hvorki innilokun né
einangrun úti í náttúrunni einhverjar töfralausnir. Thoreau líkir hönnuðum
húsum arkitekta við líkkistur4 og persónurnar í Milli trjánna og Nokkrum
almennum orðum um kulnun sólar frelsast ekki frá tilgangslausu neyslusam-
félaginu með því að loka sig inni í húsum; þær grafast þar lifandi.5 Aðrar
persónur eru á óstöðvandi hreyfingu í átt til eigin dauða. Ferðamátinn í sög-
unum er af þrennu tagi;6 persónur eru fótgangandi, akandi í bílum eða þær
sigla. Ferðamáti nútímans, bílferðir, er stórhættulegur sögupersónunum í
Milli trjánna og hluti af háskalegum hraða og firringu en felur jafnframt
3 Hermann Stefánsson, „Myndkveikjur. um Sandárbókina“, Okkurgulur sandur. Tíu
ritgerðir um skáldskap Gyrðis Elíassonar, ritstjóri Magnús Sigurðsson, Akranes: upp-
heimar, 2010, bls. 73–84, hér bls. 78.
4 Henry David Thoreau, Walden, eða Lífið í skóginum, þýðendur Elísabet Gunnars-
dóttir og Hildur Hákonardóttir, Reykjavík: Dimma, 2017, bls. 56.
5 Sjá umfjöllun um Milli trjánna og Nokkur almenn orð um kulnun sólar í Auður Aðal-
steinsdóttir, „Hleyptu því út, angistarópinu“ , Spássían 2/2011, bls. 6–8.
6 Flugferðir eru sérstakur kapítuli þar sem þær eru yfirleitt „ímyndaðar“, það er fara
fram í draumum eða eru tengdar sköpun, samanber samanburð ritvélarinnar í Suð-
urglugganum við flugvél sem vísað er til síðar í greininni. Í þessari grein gefst ekki
rými til að fjalla nánar um þær.