Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2020, Síða 219

Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2020, Síða 219
AuðuR AðAlSTEInSDóTTIR 218 gegnum tíðina verið ötull við að beina athygli lesenda að þessu rúmlega 150 ára gamla riti, Walden (1854), þar sem Henry David Thoreau segir frá því þegar hann ákvað að búa úti í skógi í tvö ár en hann taldi mannlegt samfélag komið langt frá því sem okkur væri náttúrulegt. Hugmyndin sem Thoreau lýsir í byrjun bókar er sú að við höfum í raun byggt okkur okkar eigið helvíti; við lifum til að vinna en ekki öfugt; erum þrælar eigna okkar. Eina mögu- lega uppreisnin virðist vera að hætta að taka þátt. Rithöfundurinn og bók- menntafræðingurinn Hermann Stefánsson segir að ekki sé „til sterkari eða beinskeyttari yfirlýsing um samtímann en að snúa við honum baki“ og að Sandárbókin sé því „einhver mest afgerandi pólitíska yfirlýsing sem út kom á tímum góðærisins“.3 Ef við tökum undir það viðhorf að stundum sé mesta uppreisnin fólgin í því að draga sig til baka, verða þunglyndar karlsögu- hetjur sem skjóta upp kollinum í þríleik Gyrðis, og einnig í hverri sögunni á fætur annarri í Milli trjánna, skyndilega að skæruliðum aðgerðarleysis. Þeir eru ekki bara fámálir og aka löturhægt innan um hraðskreiða jeppa sam- borgaranna heldur draga sumir sig bókstaflega út úr þátttöku í samfélaginu; loka sig af í húsum sínum eða flýja á vit náttúrunnar. Drungann sem einkennir þessar karlhetjur mætti lesa sem vísbendingu um að þessi einangrun sé ekki að öllu leyti sjálfviljug eða kærkomin þótt hún sé ef til vill sjálfskipuð. Að minnsta kosti reynast hvorki innilokun né einangrun úti í náttúrunni einhverjar töfralausnir. Thoreau líkir hönnuðum húsum arkitekta við líkkistur4 og persónurnar í Milli trjánna og Nokkrum almennum orðum um kulnun sólar frelsast ekki frá tilgangslausu neyslusam- félaginu með því að loka sig inni í húsum; þær grafast þar lifandi.5 Aðrar persónur eru á óstöðvandi hreyfingu í átt til eigin dauða. Ferðamátinn í sög- unum er af þrennu tagi;6 persónur eru fótgangandi, akandi í bílum eða þær sigla. Ferðamáti nútímans, bílferðir, er stórhættulegur sögupersónunum í Milli trjánna og hluti af háskalegum hraða og firringu en felur jafnframt 3 Hermann Stefánsson, „Myndkveikjur. um Sandárbókina“, Okkurgulur sandur. Tíu ritgerðir um skáldskap Gyrðis Elíassonar, ritstjóri Magnús Sigurðsson, Akranes: upp- heimar, 2010, bls. 73–84, hér bls. 78. 4 Henry David Thoreau, Walden, eða Lífið í skóginum, þýðendur Elísabet Gunnars- dóttir og Hildur Hákonardóttir, Reykjavík: Dimma, 2017, bls. 56. 5 Sjá umfjöllun um Milli trjánna og Nokkur almenn orð um kulnun sólar í Auður Aðal- steinsdóttir, „Hleyptu því út, angistarópinu“ , Spássían 2/2011, bls. 6–8. 6 Flugferðir eru sérstakur kapítuli þar sem þær eru yfirleitt „ímyndaðar“, það er fara fram í draumum eða eru tengdar sköpun, samanber samanburð ritvélarinnar í Suð- urglugganum við flugvél sem vísað er til síðar í greininni. Í þessari grein gefst ekki rými til að fjalla nánar um þær.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150
Síða 151
Síða 152
Síða 153
Síða 154
Síða 155
Síða 156
Síða 157
Síða 158
Síða 159
Síða 160
Síða 161
Síða 162
Síða 163
Síða 164
Síða 165
Síða 166
Síða 167
Síða 168
Síða 169
Síða 170
Síða 171
Síða 172
Síða 173
Síða 174
Síða 175
Síða 176
Síða 177
Síða 178
Síða 179
Síða 180
Síða 181
Síða 182
Síða 183
Síða 184
Síða 185
Síða 186
Síða 187
Síða 188
Síða 189
Síða 190
Síða 191
Síða 192
Síða 193
Síða 194
Síða 195
Síða 196
Síða 197
Síða 198
Síða 199
Síða 200
Síða 201
Síða 202
Síða 203
Síða 204
Síða 205
Síða 206
Síða 207
Síða 208
Síða 209
Síða 210
Síða 211
Síða 212
Síða 213
Síða 214
Síða 215
Síða 216
Síða 217
Síða 218
Síða 219
Síða 220
Síða 221
Síða 222
Síða 223
Síða 224
Síða 225
Síða 226
Síða 227
Síða 228
Síða 229
Síða 230
Síða 231
Síða 232
Síða 233
Síða 234
Síða 235
Síða 236
Síða 237
Síða 238
Síða 239
Síða 240
Síða 241
Síða 242
Síða 243
Síða 244
Síða 245
Síða 246
Síða 247
Síða 248
Síða 249
Síða 250
Síða 251
Síða 252
Síða 253
Síða 254
Síða 255
Síða 256
Síða 257
Síða 258
Síða 259
Síða 260
Síða 261
Síða 262
Síða 263
Síða 264
Síða 265

x

Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar
https://timarit.is/publication/1098

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.