Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2023, Blaðsíða 194

Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2023, Blaðsíða 194
FYRIR HVERjA ERu FRÆðIn? 199 skiptingin er þá yfirleitt ekki í svo föstum skorðum að greitt sé fyrir hvert verk með sama hætti. Sem dæmi um hið síðarnefnda má nefna heimilisstörf, stjórnun fyrirtækja og sérfræðiráðgjöf. Hér ætla ég þó að einblína á þekkingarsköpun og verkaskiptingu innan hennar. Að sumu leyti er þekkingarsköpun eins og hvert annað verk sem við getum skipt á milli okkar. Þegar einn einstaklingur spyr annan hvað klukkan er þá er viðkomandi með óbeinum hætti að biðja viðmælanda sinn um að öðlast þekk- ingu á hvað tímanum líður og koma henni svo áleiðis til sín. Í flestum tilvikum hefði sá sem spurði getað leitað sjálfur að klukku og komist þannig yfir þessa þekkingu án þess að trufla viðmælanda sinn en metur það svo að auðveldara sé fyrir hinn síðarnefnda að öðlast þekkinguna og miðla henni áfram í staðinn. Við- komandi er því í raun að biðja viðmælanda sinn um að vinna fyrir sig ákveðið þekkingarlegt verk með það í huga að þessi verkaskipting spari tíma og fyrirhöfn. Á móti er viðkomandi vonandi reiðubúinn að vinna sams konar verk fyrir við- mælanda sinn síðar meir. Að þessu leyti er þekkingarsköpun því eins og hvert annað verk sem við getum skipt á milli okkar. Eitt af því sem er á hinn bóginn sérstakt við verkaskiptingu þekkingarsköp- unar er að afurðin af þessu verki – það er að segja þekkingin – er ekki takmörkuð gæði heldur það sem við getum kallað afritanleg gæði. Ef einn einstaklingur öðlast tiltekna þekkingu og kemur henni áleiðis til annarrar, þá hverfur þekkingin ekki úr huga fyrri einstaklingsins. Þvert á móti öðlast fólk oft dýpri skilning á því sem um er að ræða við það að koma þekkingu sinni áleiðis til annarra. Að þessu leyti er þekking gjörólík flestum efnislegum gæðum, því almennt er sá sem lætur til- tekin efnisleg gæði af hendi um leið að missa þau frá sér. Efnisleg gæði eru sem sagt almennt ekki afritanleg.23 Hins vegar er því ekki að neita að það að miðla þekkingu til annarra er oft dálítið meira mál en orðið „afritun“ gefur til kynna, því það getur verið bæði erfitt og tímafrekt að koma þekkingu áleiðis til annarra. Margt af því sem við vitum er erfitt að koma orðum að eða krefst langra útskýringa, og viðtakandi þekkingarinnar gæti þurft að heyra útskýringuna mörgum sinnum áður en við- komandi skilur hana. Þetta er í raun og veru það sem flestallt nám snýst um – að einhver einstaklingur, kennarinn, komi þekkingu sinni áleiðis til annarra, nem- endanna. Og af því að þetta ferli er bæði erfitt og tímafrekt þá er augljóslega ekki 23 Á þessu gætu verið undantekningar ef hugtakið efnisleg gæði er skilgreint nægilega vítt. Til dæmis gæti einhver viljað telja tölvuskjöl til efnislegra gæða en þau eru ljóslega afritanleg. ég ætla ekki að rökstyðja tiltekna skilgreiningu á efnislegum gæðum hér til að skera úr um þetta því aðalatriðið er að öll vitsmunaleg gæði, en í mesta lagi sum efnisleg gæði, virðast vera afritanleg.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164
Blaðsíða 165
Blaðsíða 166
Blaðsíða 167
Blaðsíða 168
Blaðsíða 169
Blaðsíða 170
Blaðsíða 171
Blaðsíða 172
Blaðsíða 173
Blaðsíða 174
Blaðsíða 175
Blaðsíða 176
Blaðsíða 177
Blaðsíða 178
Blaðsíða 179
Blaðsíða 180
Blaðsíða 181
Blaðsíða 182
Blaðsíða 183
Blaðsíða 184
Blaðsíða 185
Blaðsíða 186
Blaðsíða 187
Blaðsíða 188
Blaðsíða 189
Blaðsíða 190
Blaðsíða 191
Blaðsíða 192
Blaðsíða 193
Blaðsíða 194
Blaðsíða 195
Blaðsíða 196
Blaðsíða 197
Blaðsíða 198
Blaðsíða 199

x

Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar
https://timarit.is/publication/1098

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.