Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2023, Qupperneq 195

Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2023, Qupperneq 195
FInnuR DEllSén 200 hægt að láta alla læra allt. Það þarf að velja og hafna, bæði með tilliti til þess hvað á að læra og hver eigi að læra það. Annað mikilvægt atriði er að þekkingarsköpun krefst gjarnan sérhæfingar, og sérhæfingin felst oft einmitt í því að búa nú þegar yfir þekkingu sem getur legið nýrri þekkingu til grundvallar. Fræg eru orð Isaacs Newtons að hafi hann séð lengra en aðrir sé það vegna þess að hann hafi staðið á herðum risa. Með því átti Newton við að hann gat byggt sínar aflfræðikenningar og ítarlegar útskýringar á náttúrufyrirbærum á kenningum og skýringum forvera sinna – manna á borð við Kóperníkus, Kepler, Galíleó og Descartes. Almennt má segja að þekking geti af sér meiri þekkingu og að oft sé það forsenda þekkingarsköpunar að búa nú þegar yfir tengdri þekkingu til að byggja hina nýju þekkingu á. Þessi tvö grundvallaratriði um þekkingarsköpun – að það er ekki hægt að láta alla læra allt, og að þekkingarsköpun krefst þess oft að maður búi nú þegar yfir mikilli þekkingu – gera saman að verkum að þeir sem hafa það hlutverk í samfélaginu að skapa nýja þekkingu munu óhjákvæmilega þurfa að búa yfir meiri þekkingu en aðrir, að minnsta kosti á sínu sérsviði. Annars gætu þeir einfaldlega ekki sinnt sínu hlutverki við að skapa nýja þekkingu, því ólíkt newton hefðu þeir engar axlir til að standa á og þar með sjá lengra en aðrir. Í stuttu máli má því segja að ósköp eðlileg og rökrétt þekkingarleg verkaskipting krefjist þess að sumir öðlist meiri þekkingu en aðrir á tilteknum sviðum. Það á ekki síst við um aka- demíska rannsakendur, það er að segja fræðafólk. Þegar öllu er á botninn hvolft er það því sköpun og miðlun þekkingar til annarra – ekki það að öðlast þekkingu fyrir sjálfan sig – sem réttlætir ákveðna þekkingarlega „misskiptingu“, ef svo má að orði komast, milli fræðafólks og meginþorra almennings.24 Þetta þýðir hins vegar ekki að þekking fræðafólks sé á einhvern hátt meira virði í sjálfu sér – að hún hafi meira eigingildi – en þekking annarra. Að því marki sem það er mikilvægara að fræðafólk hafi meiri þekkingu á tilteknum sviðum en hinn almenni borgari þá er það aðeins vegna þess að með því móti getur fræðafólkið skapað nýja þekkingu sem svo er hægt að miðla til annarra, ekki síst til almennings. Með öðrum orðum hefur þekking fræðafólks meira nytjagildi undir vissum kringumstæðum, það er að segja þegar sköpun og miðlun nýrrar þekkingar veltur á því að búa nú þegar yfir sérhæfðri þekkingu. Með þetta í huga getum við nú útskýrt í hvaða skilningi hægt er að segja að 24 Gæsalappirnar eru við hæfi hér vegna þess að „misskiptingin“ sem verið er að vísa til snýst vitaskuld aðeins um þekkingu á tilteknum afmörkuðum atriðum sem viðkomandi fræðafólk hefur sérhæft sig í en meginþorri almennings ekki. Vert er að hafa í huga að við búum öll yfir þekkingu sem flestir aðrir hafa ekki, svo sem um það hvað við erum að hugsa á hverri stundu, hvað við borðuðum í morgunmat og svo framvegis. Þekkingarleg „misskipting“ er því víða og ekki endilega ámælisverð.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132
Qupperneq 133
Qupperneq 134
Qupperneq 135
Qupperneq 136
Qupperneq 137
Qupperneq 138
Qupperneq 139
Qupperneq 140
Qupperneq 141
Qupperneq 142
Qupperneq 143
Qupperneq 144
Qupperneq 145
Qupperneq 146
Qupperneq 147
Qupperneq 148
Qupperneq 149
Qupperneq 150
Qupperneq 151
Qupperneq 152
Qupperneq 153
Qupperneq 154
Qupperneq 155
Qupperneq 156
Qupperneq 157
Qupperneq 158
Qupperneq 159
Qupperneq 160
Qupperneq 161
Qupperneq 162
Qupperneq 163
Qupperneq 164
Qupperneq 165
Qupperneq 166
Qupperneq 167
Qupperneq 168
Qupperneq 169
Qupperneq 170
Qupperneq 171
Qupperneq 172
Qupperneq 173
Qupperneq 174
Qupperneq 175
Qupperneq 176
Qupperneq 177
Qupperneq 178
Qupperneq 179
Qupperneq 180
Qupperneq 181
Qupperneq 182
Qupperneq 183
Qupperneq 184
Qupperneq 185
Qupperneq 186
Qupperneq 187
Qupperneq 188
Qupperneq 189
Qupperneq 190
Qupperneq 191
Qupperneq 192
Qupperneq 193
Qupperneq 194
Qupperneq 195
Qupperneq 196
Qupperneq 197
Qupperneq 198
Qupperneq 199

x

Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar
https://timarit.is/publication/1098

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.