Úrval - 01.02.1946, Qupperneq 6
4
CRVAL
dyrnar og lenda á víðavangi.
Að vísu hendist maður til jarð-'
ar með sama afli og ef maður
stykki af hraðlest á fullri ferð.
En maður losnar að minnsta
kosti við hina banvænu gljáðu
hnappa, brúnir og gler inni í
vagninum.
Allt getur komið fyrir á ör-
skömmu augnabliki umferðar-
slyssins, jafnvel að menn sleppi
heilir á húfi. Menn hafa skutlast
gegnum framrúðuna og hlotið
aðeins smáskrámur. Tveir vagn-
ar hafa ekið hvor á annan með
slíkum hraða, að þeir hafa verið
eins og jámarusl á eftir; en
tveimur mínútinn síðar hafa
ómeiddir ökumennirnir verið
farnir að hnakkrífast. En dauð-
inn var þama á næstu grösum
samt sem áður — hann beitti
aðeins þeim forréttindum sínum
að geta látið sér skjátlast. 1
vor kom hjálparsveit að bifreið
á hvolfi og opnaði hurðina; kom
þá bifreiðastjórinn út og var
aðeins með smá rispu á annari
kinninni. En inni í vagninum
var móðir hans. Þriggja þuml-
unga löng tréflís úr þakinu
hafði rekist inn í heila hennar,
vegna þess að sonurinn hafði
ekið of hratt á liálli beygju.
Ekkert bióð — engir brotnir
limir — aðeins gráhært lík, sem
hélt krepptum höndum um
tösku í kjöltu sinni alveg eins
og gamla konan hafði gripið
hana, þegar hún fann að vagn-
inn var að fara út af veginiun.
Á sömu beygju ók lítill
skemmtivagn á tré mánuði síð-
ar. í framsætinu fundu menn níu
mánaða gamalt barn umkringt
glerbrotum, en gersamlega
óskaddað. Hér hafði dauðanum
verið gerður grikkur, en það
spillti fyrir, að foreldrar barns-
ins, sem sátu báðum megin við
það, höfðu beðið bana á þann
hátt, að höfuðkúpur þeirra
höfðu brotnað á mælaborðinu.
Ef það er vani þinn að aka
án þess að sjá greinilega langt
fram á veginn, þá skaltu gera
ráðstafanir til þess að allir far-
þegarnir beri á sér vegabréf —-
það er erfitt að þekkja lík, þeg-
ar andlitið er sundurkramið eða
rifið af. Bifreiðastjórinn er
ávalt í sérstakri lífshættu. Ef
stýrishjólið brotnar ekki af,
sprengir það lifur hans og milti,
svo að honum blæðir til dauðs
innvortis. Ef stýrishjólið brotn-
ar aftur á móti af, skiptir það
engum togum að stýrisásinn
rekst í gegnum kvið hans.
En árekstrar geta skeð, án