Úrval - 01.02.1946, Síða 12
10
tTKVAIi
ar fær hver nýr þingmaður sinn
eiginn fatasnaga.
P. P. er þvínæst vísað inn í
stóran sal og þar standa enn
lögreglumenn á verði til þess að
hindra, að óboðnir gestir kom-
ist inn í sjálfan þingsalinn.
Þegar þær hafa sannfært sig
um að P. P. sé enginn boðflenna,
en löglega kosinn meðlimur á
löggjafarþing þjóðar sinnar,
Ijúkast upp fyrir honum dym-
ar að heigidóminum. Og þegar
hann stígur yfir landamerkja-
línuna, vaknar meðvitundin um
það að hann sé orðinn hluti af
sögu þjóðarinnar.
Þetta er allt svo ólíkt því sem
hann hafði gert sér í hugar-
lund, en þó svo líkt. Hvaðan
kannaðist hann við þessar hug-
arhræringar? Jú, alveg rétt,
honum hafði verið eins innan
brjósts, þegar hann kom fyrst í
Menntaskólann og stóð and-
spænis efstu-bekkingunum.
Porsetinn stígur í stólinn, en
ekkert markvert er enn á seyði.
Enginn skiptir sér af P. P., eng-
inn þekkir hann og öllum
stendur á sama um hann.
Churchill gengur framhjá og
glensar við gamlan andstæð-
ing. Anthony Eden heilsar jarl-
inum af Winterton, aldursfor-
seta þingsins, og þeir skiptast
á nokkmm athugasemdum um
kosningamar. Frk. Ellen
Wilkinson brosir blítt og Sir
John Anderson branar inn líkt
og skriðdreki.
Nú hefst eiðtakan. Nýgræð-
ingamir skipa sér í fylkingu
og röðin kemur brátt að P. P.
Skrifari þingsins réttir fram
eiðstafinn um hollustu við
konung, erfingja hans og niðja,
en þingmennimir rétta upp
hægri hönd og vinna eiðinn.
Þvínæst heilsar P. P. forsetan-
um með handabandi. Er það
gamall siður og til þess hafður,
að forsetinn megi kynnast hin-
um nýju andlitum.
P. P. ráfar inn í skjalaher-
bergin og getur þar fengið að
sjá öll lög, þingsályktunartil-
lögur og tilskipanir, sem gerð
hafa verið frá því á dögum
Alfreðs konxmgs. Skjalaverðirn-
ir vita skil á öllu og gefa greið
svör við spurningu þinni, sem
er kannske á þessa leið: „Hve-
nær voru fyrst leidd í lög á-
kvæðin um geldingu hesta?“
P. P. heldur áfram rannsókn-
arleiðangri sínum og kemur inn
í hinn fræga reykingasal, sem
gefið hefir enska þinghúsinu
virðingarheitið: bezti klúbbur