Úrval - 01.02.1946, Síða 14
12
ÚRVAL
við dyrnar, þá verðið þið að
biðja um fjarvistarleyfi eða
segja hvert þið farið.
Ykkur er skipt í flokka og er
umsjónarmaður yfir hverjum.
En ykkur ber að líta á þá sem
vini ykkar og ekki sem eins-
konar Gestapo-menn.
Það er skylda ykkar að fyigja
flokknum að málum. Að sjálf-
sögðu megið þið gagnrýna
flokkinn og reyna að hafa
áhrif á stefnu hans, en þið verð-
ið að muna, að þið voruð kosnir
sem flokksmenn, en ekki sem
einstaklingar. Ef samvizkan
býður ykkur að fylgja ekki
flokknum í einhverju máli, þá
verðið þið að siíja hjá við at-
kvæðagreiðslu. ‘ ‘
P. P. eru lagðar margar lífs-
reglur þennan dag. Hann er
þeim þakklátur og finnur að
hann hefði ella gert sig sekan
um marga yfirsjón. Honum
eru meðal annai’s gefin þessi
heilræði:
„Verið ekki of örlátir á þjór-
fé og reynið ekki að koma ykk-
ur í mjúkinn hjá þjónunum.
Verið minnugir þess, að rnörg-
um þingmanni veitist örðugt að
láta launin hrökkva fyrir út-
gjöldum. Sýnið drenglyndi og
tillitsemi í hvívetna.“
P. P lítur í kringum um sig
og sér ungan, efniiegan jafnað-
armann í bróðuriegum viðræð-
um við uppskafning, sem helzt
líkist nýbökuðum stúdent frá
Eton skólanum. Hann heldur að
betta sé táknrænt fyrir þaiin
bróðuranda sem ríkir á þinginu,
en raunar þekkjast þessir þing-
menn frá fornu fari.
„Við erum allir þingmehh,
frá forsætisráðherra og niður
mannvirðinga stigann. Við er-
um eins og herdeild, sem sjálf
hefir valið foringja sína. Við er-
um allir jafningjar, en þó skuluð
þið ekki leggja í vana ykkar að
klappa hverjum þingmanni á
bakið og biðja hann um vindil.“
Umsjónarmaðurinn ráðleggur
hinum nýju þirigmönnum að
kynna sér þingsköp og aðrar
þingvenjur áður en þeir halda
jómfrúræðuna. Hann segir enn-
f remur:
„Hafið hugfast að þið eruð
ekki á kosningafundi. Veljið
eitthvert efni, sem þið eruð
þaulkunnugir.“
Umsjónarmaðurinn lítur enn
yfir hópinn og segir síðan:
„Ykkur ber ekki skylda til að
mæta alltaf í þinginu. En veitið
þessu athygli: ef eitthvert þýð-
ingarmikið mál er á döfinni, þá