Úrval - 01.02.1946, Side 16

Úrval - 01.02.1946, Side 16
14 ÚRVAL húfu og í dökkum stuttfrakka með flauelskraga; og að þau hefðu séð glampa á skamm- byssu í hendi hans. Ekki varð séð að neinn tilgangur væri með morðinu. Fólk af öllum trú- arflokkum hafði dáð og virt séra Dahme; tólf þúsund manns gekk fram hjá kistunni til að votta hinum látna virðingu sína. Á bak við glerskjöld stóðu vitn- in og virtu fyrir sér syrgjend- urna — en enginn jækkti morð- ingjann á meðal þeirra. Margir dagar liðu án þess nokkuð nýtt kæmi fram í mál- inu, þó að þúsundum dollara væri heitið fyrir hverja þær upp- lýsingar, er ieitt gætu til hand- töku morðingjans. Almenning- ur og blöðin voru orðin óþolin- móð, þegar lögreglan loks kunn- gjörði, að málið væri leyst og morðinginn handtekinn. Varð- menn í nánd við Norwalk höfðu handtekið auralausan umrenn- ing, sem sagðist heita Harold Israel; hann var ungur meðal- maður á vöxt; hann var með derhúfu og í stuttfrakka með flauelskraga og í vasa hans fannst lítil, svört skammbyssa, með hlaupvídd 0,32. Líkskoðunin hafði leitt í Ijós, að séra Dahme hafði verið myrtur með sams konar byssu. Saga fangans var næsta ó- merkileg. Hann hafði um skeið verið hermaður í Panama, en síðan flækst til Briggeport, ásamt tveim öðnun hermönn- um. En af því að hann fékk enga atvinnu þar, hafði hann lagt af stað gangandi til Pennsylvaníu. Sem sönnun um sakleysi sitt, sagðist hann hafa verið í bíó á því augnabliki sem morðið var framið, að horfa á myndina The Leather Pushers. Síðan var hann leiddur fyrir vitnin. Sérfræðingar báru riffl- ana í skammbyssuhlaupinu hans saman við blýkúluna, sem fannst í höfði hins myrta. Og ein af vinkonum fangans, sem var veitingastúlka, átti langt einkasamtal við yfirvöldin. Eft- irvænting almennings var í há- marki, þegar Harold Israel ját- aði skyndilega allt saman. Hann sagði að atvinnuleysi, hungur og örvænting hefði þjakað sig svo, að honum hafi skyndilega fundist sem eitthvað brysti í heilanum á sér; gripinn stjóm- lausu æði hafði hann skotið fyrsta manninn sem varð á vegi hans. Réttarsalurinn var þétt set-
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132

x

Úrval

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.