Úrval - 01.02.1946, Qupperneq 17
RÉTTVÍSIN GEGN HAROLD ISRAED
15
inn, þegar hinn opinberi ákær-
andi Homer S. Cummings, síðar
yfirákærandi í ráðuneyti Roose-
velts, reis á fætur til að flytja
málið: réttvísin gegn Harold
Israel. Á veggnum við hlið hans
var stórt kort af miðhluta
Briggeportsborgar. Á borðinu
lágu skammbyssa, kúlur og
skothylki, derhúfa og yfir-
frakki. Ákærandinn dró fram
tíu alvarleg sönnunaratriði
gegn hinum ákærða:
1. Hinn ákærði hafði undir-
skrifað játningu um, að hann
hefði drýgt glæpinn.
2. Hann hafði rakið flótta-
leið sína í fylgd lögreglunnar og
foent á hina ýmsu staði sem um-
getnir vom í framburði vitn-
anna.
3. Hann var með derhúfu og
í stuttfrakka með flauelskraga.
4. Tvö vitnanna sáu, að mað-
urinn sem framdi glæpinn hafði
verið með derhúfu og í stutt-
frakka með flauelskraga.
5. Andartaki síðar sáu önn-
ur tvö vitni morðingjann á
flótta með derhúfu og í stutt-
frakka.
6. Þessi f jögur vitni f ullyrtu,
að Israel væri maðurinn, sem
þau hefðu séð hlaupa burt frá
líkinu.
7. Tíu mínútum eftir að
glæpurinn var framinn sá ann-
að vitni, sem statt var drjúgan
spöl frá morðstaðnum, mann
sem var móður af hlaupum og
klæddur var stuttfrakka með
flauelskraga og derhúfu.
8. Veitingastúlkan, sem
þekkti Israel vel, veifaði til hans
gegnum gluggann á veitinga-
stofunni, rétt hjá morðstaðnum
og aðeins fáum sekúndum áður
en glæpurinn var framinn. Með
þessum framburði var saga
fangans um bíóferðina að engu
ger.
9. Fanginn upplýsti, að hann
hefði falið skothylkið í her-
bergi sínu, og lögreglan fann
þar eitt slíkt hylki.
10. Sérfræðingur lýsti því
yfir, að skammbyssa hins
ákærða væri sú, sem kúlunni í
höfði hins myrta hefði verið
skotið úr.
Því næst hélt hinn opinberi
ákærandi áfram máli sínu:
„Það er ekkert sem bendir til,
að fanginn hafi sætt líkamlegu
ofbeldi eða nokkrum þeim pynd-
ingum sem almennt er talið að
notaðar séu við hina svonefndu
þriðju gráðu yfirheyrslu. Skoð-
un mín var sú, að hinn ákærði
væri óumdeilanlega sekur . . .