Úrval - 01.02.1946, Page 23
AÐ RÉTTA BOGNA FÆTUR
21
svaraði hann öllum mínum
spumingum.
Töframennimir breiddu jafn-
vel yfir rauðu rótarknippin,
körfumar, með þurrkaða laufinu
og hvítu gúmmihnullungana,
sem var fyrir utan kofann. Var
mögulegt að unnt væri að
búa til beinmýkjandi lyf úr
þessum efnum? Að vísu em
mörg nútímalyf framleidd úr
rótum, berki og blómum, og leið-
angrar eru sendir til Afríku og
Suður-Ameríku, til þess að
reyna að finna nýjar jurtir með
læknandi eiginleikum. Konur í
frumskógimum tyggja sérstaka
rótartegimd, til þess að draga
lir kvölum við bamsburð. Ara-
kaníar í Chile þekkja jurt, sem
orsakar fósturlát. Amazon Indí-
ánar nota gúmmítegund til þess
að lækna sár og ígerðir; þeir
þekkja vafningsjurt, sem veld-
ur fiski og skordýrum bráðum
bana, en er óskaðlegur mönnum
og dýrum til átu. Vísindamenn
komust að raun um, að í þess-
um vafningsviði er eitur, sem
nefnt er rotemone, og er það ör-
uggara skordýraeitur en arse-
nik, og er notað nú í öllum
menningarlöndurn.
Ef til vill hefði ég getað upp-
götvað efnin í þessu beinmýkj-
andil5ifi,ef éghefði dvalið þarna
einn dag í viðbót. En þegar ég
stakk upp á því við höfðingjann,
að mig langaði til að framlengja
dvöl mína, kvaðst hann vera
mjög önnum kafinn. Og auk
þess, sagði hann, hefði konung-
urinn sent sendiboða til þess að
biðja mig að koma á sixm fund
um sólarlag. Maður græðir
sjaldan á því að þrefa við frum-
stætt fólk. Ég hélt því af stað
til þorps konungsins.
Ah-tu-den-du konungur,
klæddur í gamlan einkennis-
búning hollenzks sjóliðsfor-
ingja, tók mér með mestu virkt-
um. Erindi mitt var að semja
um kaup á þúsund rauðviðar-
bolum og honum féll það vel.
Hann lét mig fá hreinan kofa til
umráða. Hann kvað mér mundi
verða séð fyrir öllu, er ég
þyrfti.
„Það er dáiítið annað, sem
þér getið gert fyrir mig,“ sagði
ég við hann, þegar gengið hafði
verið frá kaupunmn. „I Guða-
þorpinu ein töframenn, sem
búa til lyf, sem getur rétt úr
bognum fótum. Skipið höfðingj-
anum að segja mér, hvaða efni
eru í því, eða láta mig fá sýnis-
horn, sem ég get haft með mér
til strandarinnar."