Úrval - 01.02.1946, Qupperneq 32
so
TJRVAL
hann hafði hallaó, skall allt í
einu niður á gólfið. Þegar leið
á athöfnina, sá ég að hann braut
saman dagblaðið og stakk því
í vasann. Svo tók hann vindilinn
út úr sér og lét drepast í hoiximx,
en hlustaði lotningarfullur.
Þegar ég sagði: „Vér skulum
biðja,“ beygði hann höfuðið, og
að bæninni lokinni, sagði hann
„amen“, með fjálgleik.
Meðan hann var að setja lok-
in á kisturnar, sagði hann:
„Jæja, prestur minn, þetta var
góð kveðjuathöfn, þó að ekki
væru margir viðstaddir." Og
þegar aðstoðarmaðurinn kom
þrammandi ofan stigann, til
þess að hjálpa til að bera kist-
umar, kallaði jarðarfararstjór-
inn til hans byrstur: „Taktu of-
an hattinn, asninn þinn! Kanntu
ekki mannasiði?“
Þegar út í kirkjugarðinn
kom, ókum við framhjá hinum
snyrtilegu einkagrafreitum og
legsteinum, unz við komum út í
eitt hornið, þar sem grafimar
vora aðeins einkenndar með
spýtum — akur leirkerasmiðs-
ins.
Hrúga af gulleitri mold gaf
okkur til kynna að við værum
komnir á leiðarenda. Ég sá að-
eins eina gröf, og fór að velta
því fyrir mér, hvar hin væri. En
þeir létu kisturnar hvora ofan
á aðra. Þegar ég leit spyrjandi
til jarðarfararstjórans, sagði
hann, hálf afsakandi:
„Þefta sparar gröf, og öllum
er sama.“
Svo tók hann upp hnefafylli
af gulu moldinni: „Áfram með
athöfnina, séra Potter,“ sagðí
hann. „Þegar þér segið: „Af
moldu ertu kominn, að moldu
skaltu aftur verða,“ þá kasta ég
þessari mold ofan í gröfina.“
„Bíðið andartak,“ sagði ég,
„mér dettur betra í hug.“ Ég
gekk að gæsablómabreiðu, sem
var þarna rétt hjá, og tindi dá-
lítinn vönd.
„Notið þetta í staðinn fyrir
moklina,“ sagði ég við hann.
„Það á alitaf að vera eitthvað
af blómum við jarðarfarir.“
Hann leit kindarlega á mig, en
kastaði moldinni og tók við
blómunum. Og þegar tími var
til kominn, laut hann niður og
lagði þau gætilega, jafnvel blíð-
lega, niður í gröfina.
Það var dálítil bót að því!
Ég fékk hvorki peninga-
greiðslu né þakkarorð frá jarð-
arfarastjóranum, stjórn geð-
veikrahælis eða ættingjunum,
en mér var sama um það. Það,