Úrval - 01.02.1946, Qupperneq 35
TIL LÆKNANNA
33
beita. Hann ætti ekki að þykkj-
ast við, þó að þeir óski upplýs-
inga.
Við getum þrátt fyrir þetta,
litið á lækninn sem eins konar
auka-pabba; en við væntum
þess, að bæði pabbar og læknar
svari spumingum, en fari ekki
undan í flæmingi. Læknisfræð-
in er á eftir tímanum að því er
snertir framkomu við sjúkra-
beð. Læknar eru ágætir og við
getum ekki án þeirra verið.
En það hlýtur að vera hægt
að auka gagnkvæmt traust og
tiltrú okkar og þeirra.
Meridleg- nýjnng í meðferð á magasári.
Ungur, kínverskur læknir, dr. Co Tui að nafni, sem starfar að
visindarannsóknum við læknadeild háskólans í New York, hefir
fundið aðferð við lækningu á magasári, að því er segir í The Wall
Btreet Journal, og hefir árangur hennar reynzt mjög athyglis-
verður.
Meðferðin er í þvi fólgin að gefa sjúklingnum allmikið magn af
aminosýrum, en úr þeim eru eggjahvituefnin samsett. Þau eru
eins og kunnugt er byggingarefni líkamans.
Þó að dr. Co Tui sé varkár, eins og góðum visindamanni sæm-
ir, og vilji ekki kalla þessa meðferð „lækningu", þá er árangur-
inn samt svo góður, að hún veröur naumast kölluð annað. Hún
hefir alls verið reynd á 47 sjúklingum. Af þeim 30 sem fyrst
voru teknir til meðferðar hafa 22 þegar fengið fuilan bata. í
öllum tilfellum hurfu verkir frá fjórum og upp í 48 stundum eft-
ir að byrjað var að gefa sjúklingunum aminosýrur, og allír
þyngdust þeir mikið. Aðferðin var uppgötvuð, þegar verið var
að gera tilraun til að fita magasárssjúklinga, sem voru of magr-
ir til að þola uppskurð, og þoldu auk þess engan mat. Einum af
þessum sjúklingum batnaði svo við aminosýrugjöfina, að hann fór
af spítalanum án þess að láta skera sig upp. A tveimur, sem
skomir voru upp, voru sárin að mestu leyti gróin, aðeins ör eftir.
Talið er að magasár stafi af of miklum sýrum i meltingarvökv-
um magans. Þar eð aminosýrur eru raunverulega melt íæða,
örva þær ekki sýrumyndun í maganum eins og önnur fæða, svx>
að sárið fær frekar næði til að gróa.
Aminosýrumar eru unnar úr náttúrulegum efnum, hveiti,
þurrkuðu nautakjöti og undanrennu. En lyfjaverksmiðjur fram-
leiða þær einnig úr frumefnum þeirra (syntetiskt). Nítján ami-
nosýrutegundir em þekktar og af þeim eru 8 taldar manninum
nauðsynlegar. trr „Science Digest.“
s