Úrval - 01.02.1946, Side 39
MÖRG TUNGL
37
frísk fyrr en hún fær það, en
enginn getur náð í það handa
henni. í hvert skipti sem ég bið
einhvem um tunglið, stækkar
það og f jarlægist. Þú getur ekki
gert annað fyrir mig en leikið
á gígjuna þína. Eitthvað sorg-
legt.“
„Hvað segja þeir að tunglið
sé stórt?“ spurði hirðfíflið, „og
hve langt í burtu?“
„Hirðstjórinn segir að það sé
35.000 mílur í burtu, og stærra
en herbergið prinsessunnar,"
sagði konungurinn. „Töframað-
ur hirðarinnar segir að það sé
150.000 mílur í burtu, og helm-
ingi stærra en höllin. Stærð-
íræðingur hirðarinnar segir að
það sé 300.000 mílur í burtu og
jafnstórt hálfu konungsríkinu.“
Hirðfíflið lék stundarkorn á
gígjuna sína. „Þeir eru allir
vitrir menn,“ sagði hann, „og
hljóta því allir að hafa rétt fyr-
ir sér. Ef þeir hafa allir rétt
fyrir sér, hlýtur tunglið að vera
jafnstórt og jafnlangt í burtu
og hver einstaklingur ímyndar
sér. Það sem gera þarf er því
að komast að því hvað Leonóra
prinsessa heldur að tunglið sé
stórt og hve langt í burtu.“
„Þetta datt mér ekki í hug,“
sagði kommgurinn.
„Ég skal fara og spyrja
hana, yðar hátign."
Leonóra prinsessa varð glöð
þegar hún sá hirðfíflið, en and-
lit hennar var fölt og rödd henn-
ar veik.
„Ertu með tunglið handa
mér?“ spurði hún.
„Ekki ennþá,“ sagði hirðfífl-
ið, „en ég skal ná í það rétt
strax. Hvað heldur þú að það sé
stórt?“
„Það er örlítið minna en
nöglin á þumalfingrinum á
mér,“ sagði hún, „því að þegar
ég held þumalfingursnöglinni
móti tunglinu, skyggir hún á
það.“
„Og hvað er það langt í
burtu?“ spurði hirðfíflið.
„Það er ekki eins hátt og
stóra tréð fyrir utan gluggann
minn,“ sagði prinsessan, „því
að stundum festist það í efstu
greinunum."
„Ég skal klifra upp í tréð í
kvöld þegar tunglið festist í
efstu greinumun og ná í það
handa þér,“ sagði hirðfíflið. Svo
datt honum annað í hug.
„Úr hverju er tunglið?" spurði
hann.
„Úr hverju?“ sagði hún, „það
er auðvitað úr gulli, kjáninn
þinn.“