Úrval - 01.02.1946, Qupperneq 59
JARÐGÖNG FANGANNA
57
ætluðu að sækja þær eftir
nckkrar mínútur. Einn fanginn
hirti aðrarúlluna og okkur tókst
líka að klófesta hina. Við gátum
nú leitt rafmagn um öll göngin.
Nú varð „yfirsnuðrarinn"
tortrygginn. Margir helztu for-
ingjar okkar voru fluttir í aðr-
ar fangabúðir, marga kíló-
metra í burtu. Þetta var reiðar-
slag fyrir okkur. Slæmt var að
missa þessa vönu menn úr hópn-
lun, en verra var þó hitt, að
Þjóðverjarnir vissu, að eitthvað
var á seyði.
Hinn 8. marz, 1944, var lok-
ið við að grafa síðustu 100
fetin af göngunum og jarðhús,
þar sem þau þrutu. í fjóra daga
grófu beztu grafararnir beint
upp og komu fyrir stigum jafn-
óðum, þar til þeir rákust á ræt-
ur furutrés. Þeir álitu, að þeir
væru um tvö fet undir yfirborð-
inu, rétt í skógarjaðrinum. Þeir
treystu þekjuna með viðarborð-
um og ákváðu, að ekki skyldi
grafið meira fyrr en nóttina, er
flóttinn yrði framkvæmdur.
Hinn 14. marz voru göngin til-
búin. Hleranum var lokað og
múrhúðað með honum, því að
nú skyldi beðið eftir mildara
veðri og heppilegri nótt til
undankomu.
Þegar næsta dag sendi „yfir-
snuðrarinn“ menn sína til þess
að rannsaka skála nr. 104. Einn
þeirra kannaði meira að segja
hlerann að „Harry“ með stjaka
sínum. Hami lét ekki undan.
Nálega 500 menn höfðu unnið
við jarðgöngin, en við töldum
að aðeins 220 myndu geta farið
um þau þær klukkustundir, seni
dimmt væri af nóttu.Bushellvar
leyft að tilnefna 60 verkamenn;
aðrir 20 voru kosnir með leyni-
legri atkv.greiðslu, vegna afreka
sinna í þágu fyrirtækisins, og
140 nöfn voru dregin úr hatti.
Hinir heppnu byrjuðu strax
að búa sig undir flóttann. Við
höfðum næga peninga til þess
að kaupa járnbrautarfarseðla
fyrir 40 menn; hinir urðu að
ferðast fótgangandi. Bushell og
aðrir, sem voru kunnugir í
Þýzkalandi, héldu fyrirlestra
og gáfu ráð og leiðbeiningar.
Tékkneskur flugmaður lýsti
fjallgarðinum á landamærum
Tékkóslavíu, um 100 km. í
burtu, en þangað hugðust flestir
halda, þeir sem fótgangandi
færu. Að loknu nafnakalli um
morguninn 24. marz, tilkynnti
Bushell, að flóttinn yrði fram-
kvæmdur næstu nótt. Það var
sex þumlunga snjólag á jörð-
8