Úrval - 01.02.1946, Síða 69
LJST ER EKKI FYRIR ALLA
67
Hin siðferðilega iistakenning
varð líka fyrir áfalli vegna þess,
aá þetta siðferði var óljóst skil-
greint, og ef til vill var þetta
það, sem að lokum aflaði þess-
ari kenningu aJmennra óvin-
sælda. Fólkið gat ekki lengur
greint á milli góðs og ills í list
með því að leggja á hana sið-
ferðilegt mat, því að það vissi
ekki framar, hvað var gott eða
illt siðferði. Það hafði glatað
trausti á öllu nema efnislegum
verðmætum, sem urðu vegin og
œæld. Þá rís upp nytsemiskenn-
ingin frá einni af mörgum til-
rauntun til að verja gotneska
byggingastílinn, og við þessa
kenningu er síðan miðað með
eins konar örvæntingarfullum
einfaldleika að -því er snertir
þær listir, sem ná til augans.
Nytsemisstefnan er fagur-
fræði efnishyggjunnar, en áhrifa
hennar hefir gætt minna frá því
er það varð ljóst, að efnishyggj-
an var ófullnægjandi sem þjóð-
félags- og hagfræðikenning. En
þessi stefna hafði sögulegt gildi,
vegna þess að hún kom á réttum
tíma. Athafnalausir auðkýfing-
a.r, sem voru raunverulega stétt
í þjóðfélögunum fram til 1914,
átu og drukku of mikið ellefu
mánuði ársins, en einn mánuð
á ári hverju voru þeir í lækn-
ingu til þess að eyða fituvef jum
og minnka ýstruna. Þessi lækn-
ing var alveg neikvæðs eðlis.
Hún var eingöngu fólgin í því,
að þeir sveltu sig. Jæja, hver
sem lítur á gamlar myndir, sem
voru stofuprýði á síðari hluta
19. aldar, hlýtur að játa, að
listin þurfti læknis við. Skraut-
ið í Kristalhöllinni, marmara-
styttur, ljósastjakar úr bronsi
og stóreflis skápar, var allt sam-
án vesældarlegt ogtilgangslaust.
Nytsemisstefnan hefir ef til vill
verið byggingalistinni í Evrópu
heilsugjafi með því að nota við
hana sultarlækninguna. En unn-
endur byggingalistarinnar geta
sagt eins og Nebukadnesar í
verðlaunakvæðinu:
Fágœtan rétt hann tugg&i svo
segjandi:
„Sennilega hollur, en bragöið
versti fjandi.“
Þegar nytsamleg úrræði eru
látin gilda sem fullkomin kenn-
ing, verða þau hættuleg, því að
þau virðast gera alla leyndar-
dóma listarinnar að einföldum
viðfangsefnum, sem hægt er að
leysa úr með ofurlítilli heil-
brigðri skynsemi, og með þessu
er studd versta villa lýðræðis-