Úrval - 01.02.1946, Blaðsíða 73
SEYTJÁN ÁRA
71
konulíkamans, sveigju baksins,
mýkt limaburðarins, hárinu,
brosinu eða ástríðuþrungnu
glottinu, hreyfingum konunnar,
konunni, en sérstaklega hug-
myndinni um konuna. Hann
fann ekki til neinnar við-
kvæmni, hann langaði ekki til
að stæla kvikmyndahetjurnar,
þegar þær fara höndum um kon-
urnar. Það var blekking. Þeir
voru að reyna að leyna fólkið
sannleikanum, gera hann að
gaufi, máttvana fálmi. Þeir voru
að reyna að dylja hina dýrslegu
hvöt mannsins, ástríðuna til
þróttmikillar athafnar, en þeir
gátu ekki gabbað hann, Wolin-
sky. Og ástarsöngvarnir: tómt
bull. Og grátandi karlmaður:
viðbjóðslegt. Maður varð að
vera einn, út af fyrir sig. Maður
varð alltaf að vera hafinn upp
yfir viðburðina; rísa upp og
hlæja að því, hvernig viðburð-
imir gerast, hirrni óhjákvæmi-
legu atburðarás.
Hann var graimvaxinn með
dapurleg, pólsk augu, lítill eftir
aldri, órór, elskaði bækur, há-
vær í tali. Þrettán ára gamall
fór hann að lesa bækur, sem
taldar voru slæmar, bækur, sem
menn sögðu að hefðu að geyma
ljótar hugsanir, um konur,
Schopenhauer, og við lestur
þessara bóka tók hann að vaxa
hið innra með sér. Hann varð
þóttafullur, einrænn, háðskur,
ókurteis í orðum við kennara
sína, gekk fram af þeim, reyndi
allsstaðar að vekja úlfúð, leitaði
tækifæris til að rífast, verða
reiður, vera ekki hlutlaus, af-
skiptalaus og hálfsofandi í líf-
inu. Þetta var allt áköf tauga-
veiklmi, og hún stafaði að
sumu leyti af bókum, sem hann
las, og að sumu leyti frá hon-
um sjálfum, hvernig hann var
gerður, örvita af lífsþrótti.
Þrátt fyrir þetta var hann
gæddur einkennilegri blíðu,
sem hann gat aldrei máð út, og
öðru hvoru starði hann á sálf-
an sig í speglinum og sá við-
kvæmnina í augum sínum. Það
gerði hann öskureiðan. Hann
vildi ekki vera þannig. Hann
vildi ekki vera veikgeðja eins
og annað fólk. Hann var upp
með sér, af því að hann hafði
ekki grátið í tíu ár. Og hann
vissi, að það hafði oft verið
ástæða fyrir hann til að gráta..
Þegar hann sló föður sinn og
fannst hann hafa saurgað innri
mann sinn. Hann langaði aldrei
til að gráta sjálfs sín vegna;
vegna annara, vegna þess að