Úrval - 01.02.1946, Síða 77
SEYTJÁN ÁRA
75
óþverralegt og óþverrinn var af
mannavöldum, en hann hafði
aldrei verið teprulegur.
Sjálfvirka píanóið í Lyceum
leikhúsinu spilaði æsandi lag,
og hópur Mexikana og negra
stóð þar úti fyrir, étandi hnet-
iur og kjama, og voru í hávær-
um samræðum. Andlit eins
Mexikanans hieypti gremju í
hann, bara andlitið, og andar-
tak langaði hann til að slást
upp á manninn. Það var ein-
kennilegt: eitthvað saurugt í
manninum birtist í andliti hans,
og hann langaði til að jafna
um það. Og hið hljómmikla,
syngjandi mál Mexikananna;
honum gramdist það. Það var
of mjúkt og lipurt, ekki hart og
traust eins og enskan, ekki ná-
kvæmt. Hann fór að furða sig
á, hvar kvenfólkið gæti verið, og
hann gekk áfram upp að F-
stræti. Á hominu var knatt-
borðsstofa, full af Kínverjum
og Mexikönmn, reykjarkaf, en
hvergi var konuandlit eða konu-
iíkama að sjá.
Haim fór að líta upp 1 glugg-
ana, til þess að koma auga á
einkenni atvinnuspillingarinnar.
Hann sá rauða blómsturpotta
með fölum blómum í glugga-
kistunni, og allt í einu fannst
honurn hann vera að ráfa um
eins og hundur í standi. Homnn
varð óglatt af því að vera þann-
ig innanbrjósts, en hann vildi þó
ekki skjóta sér undan sannleik-
anum. Það var eitthvað þessu
líkt, sem hann var að aðhafast.
Það var eitthvað dýrslegt við
það, og hann liafði ekki haft
slíkt á tilfinningunni áður.
Hann vildi vera heiðarlegur.
Hann hafði farið yfir í Kína-
borg, til þess að ná sér í kven-
mann. Þessi hugsun hafði ekki
farið dult í huga hans; hún
hafðiekkivakað innst í hugskoti
hans sem óljós möguleiki. Hún
hafði verið ákveðin og einlæg.
Hann hefði glatað öllu trausti á
sjálfum sér, ef hann hefði ekki
getað hrundið henni í fram-
kvæmd. Hann fór að skima um
og athuga vissar dyragættir,
port og smáknæpur. Hvergi bar
á spillingunni. Ekkert virtist
vera voldugt og stórfenglegt.
Dyr smáknæpanna vom ná-
lcvæmlega eins og aðrar dyr.
Það var ótrúlegt. Hann leitaði
ekki neins, sem viðkvæmt var.
Hann vildi fá spillingu, hreina
og ómengaða. Og hann sá ekki
annað en smásmuguhátt og
óþverraskap, og það endur-
speglaði óþrifnað og vesal-