Úrval - 01.02.1946, Blaðsíða 89
BÖRN GUÐS
8 T
biblíutilvitnunum og fomyrðum, virt-
ist alls ekki vera hans eigin. Það var
eins og hann væri að hlusta á ókunna
rödd og hann varð mjög undrandi.
Honum virtist hann standa hjá og
horfa á sjálfan sig krjúpa i laufinu.
Eftir skamma stund þagnaði hann
og hugur hans tók að sveima. Hann
hná niður á jörðina og augnalokin
huldu skelfinguna í augum hans.
Hann sá fyrst djarfa fyrir birtu
langt úti í geimnum: hún stækkaði
og steig niður í breiðum geisla með
ægilegum ljóma. Síðan birtust tvær
verur leifturhratt i hinum volduga
geisla. Það voru Faðirinn og Sonur-
inn, og þeir komu báðir í ljóma dýrð-
ar sinnar.
Sonurinn talaði. Hann lýsti yfir, að
allar trúarjátningar heimsins væru
viðurstyggilegar fjrrir sínu augliti, og
að þeir sem þær játuðu bæru svip
guðrækninnar, en væru engu að síð-
ur syndum spilltir. Ennfremur sagði
hann, að ný kirkja yrði stofnuð und-
ir forustu nýs spámanns. Röddin f jar-
lægðist og bergmálaði sem fagur
hljóðfærasláttur og Ijósið hvarf hægt
og hægt.
Þegar Jói raknaði við, reyndi hann
að hreyfa sig, en var um stund svo
máttvana, að hann gat hvorki hrært
legg né lið.
Hann varð undrandi á því að vera
hér mitt í fuglakliðnum og finna ilm-
andi blæinn ofan úr hæðunum í
vestri.
Þegar hann mundi eftir Föðumum
og Syninum, fór hann að reyna að
skilja það, sem fyrir hann hafði borið.
Síðan stóð hann á fætur, veikur og
máttfarinn og hélt heim til bjálkakof-
ans, sem faðir hans hafði byggt í
rjóðri.
Móðir hans fann, að ekki var allt
með felldu. „Hvað gengur að þér,
drengur minn?“ spurði hún.
Honum gramdist við hana. Bæði
Faðirinn og Sonurinn höfðu talað við
hann, en líklega mundi hún segja eins
og Babtistapresturinn, að engir sæju
sýnir nú á dögum.
„Láttu mig vera,“ sagði hann.
„En hvað hefir komið fyrir?"
Hann valdi orðin hægt, er hamr
svaraði:
„Ég hef komizt að þvf, að mót-
mælendatrú er ekki rétt. Ég var að-
tala við guð áðan.“
„Þú varst . . . hvað ertu að segja ?“
„Sg sá sýn. Ég talaði við Jesú. En
þú,“ sagði hann og horfði á hana blá-
um ásökunaraugum, „mundir aldrei
trúa því. Syndugur heimur mun
aldrei trúa. En ég sver það er sann-
leikur."
„Góði minn, auðvitað trúi ég." Hún
titraði og horfði á hann kviðafull.
„Talaði blessaður Herrann sjálfur við
þig ?“
„Já, hann talaði við mig,“ sagði-
Jósep og skalf líka. „Ég fór út til að
biðja og spyrja ráða.“ Hann hugsaði
sig um andartak og fór síðan að tala
á biblíumáli eins og hann hafði gert
frá bamæsku, þegar hann var ein-
samall. „Það er sagt í Jakobsbréfinu,
að ef einhvem skortir vizku, þá skuli.
hann leita til guðs. Ég bað og sjá,
Drottinn og Sonurinn birtust mér í
miklu Ijósi og Sonurinn mælti tii min
og sagði:
„Sannlega, sannlega segi ég þér,
þjónn minn Jósep, að ný kirkja mun
verða stofnuð á þessum síðustu dög-
um og þú munt verða spámaður:
minn." Hann þagnaði aftur og vissi
ekki nákvæmlega, hvort Herrann
hafði sagt þetta.
„Góði minn, drengurinn minn,“
hrópaði hún og snerti hann með lotn-.
ingu.
„Ég tek þér vara," sagði hann há-
tíðlega „að spottarar munu segja það>
lýgi.“
„En þú segir ekki ósatt! Ö, það er
satt, satt! Guð hefir sýnt tákn."
Hún fór að leita að manni sínum,
gagntekin af gleði; og Jósep gekk
út úr húsinu með nýju stolti í bættu
tötmnum sínum. Hann vildi vera einn
til að rannsaka hjarta sitt. Hann
braut heilann um það, hvort faðir
hans mundi efast.