Úrval - 01.02.1946, Síða 92

Úrval - 01.02.1946, Síða 92
90 tTRVAL er yrðu teknir gildir sem heilagir. 1 mörgum hæðunum á þessu svæði hafði verið grafið eftir verðmætum, sem sagt var, að Spánverjar hefðu falið. Hann gæti leitað dálitið og ef til vill mundi guð leiðbeina honum. Ef til vill voru töflurnar raunveru- legar, en um það var hann ekki viss. En að hann væri spámaður efaði hann ekki lengur og hann tók að búa í haginn fyrir hlutverk sitt. í Palmýra var málfundafélag fyrir unga menn og í það gekk hann. Eft- ir því sem hann varð öruggari um örlög sín og vald, því mælskari gerð- ist hann. Brátt tók hann að prédika með djörfung það, sem honum lá á hjarta. Einn sunnudag otaði hann krepptum hnefanum framan í 200 manns og hrópaði: „Sjá, ég segi yður, öll kirkjufélög nú á dögum eru viður- styggð! Þér tilbiðjið með vörunum, já sannlega, en hjörtu yðar eru langt frá guði!“ „Hæ, Jói. Hvar hefurðu fengiö allt þetta já sannlega ?“ „Þögn!“ þrumaði Jósep. „Þið eruð hér að tala við spámann. Gjörið iðr- un, ef þið viljið flýja reiði guðs. Sjá . . .“ „Eg skipa þér að hætta öllu þessu sjá-i við okkur!“ „Þú Silas Kashart, þarna fyrir aft- an með holdlegan losta í hjartanu! ffig segi þér fyrir fullt og fast, að ég er spámaður frá guði til þess að vísa veginn til frelsunar." Frægð hans flaug víðsvegar út frá heimkynnum hans. Sumir sögðu að nýr spámaður hefði risið upp, en aðr- ir sögðu að hann væri djöfull í mannsmynd og ætti að hengjast. Nokkrir söfnuðust undir merki hans, meðan hundruð brugguðu honum launráð. Þeir, sem ógnuðu honum vissu ekki, að Jói litli Smith, þrátt fyrir tötra sína, óhreinindi og skringi- sögur, hafði ljónshjarta og skálds- .sál. Emma Hale. Jósep eyddi tveimur næstu ánun í einmana íhuganir og var, er hér var komið, orðinn fulltíða. Hann var lag- legasti unglingurinn i vesturhluta New York ríkis, yfir sex fet á hæð og meira en 200 pund á þyngd. Hann hafði þroskast á íhygli sinni og hin- um opinberu fimdum. Aform hans voru glögg í huga hans, en hann vildi ekki gera uppskátt um þau. Þvert á móti leitaði hann einverunnar í skógunum og las upphátt í biblíu fjölskyldunnar. Hann lærði mikið af því, sem hann kunni ekki áður af hinum þróttmikla texta og tamdi sér biblíuorðalag. Hann fann nú, að hann var svo næmur fyrir vilja guðs, að guð var með honum sí og æ. Eitt atriði var hann viss um í huga sínum: hann var beinn afkomandi Jóseps af Israel, og nú hleypti hann brúnum í hvert sinn, sem fjölskyldan kallaði hann Jóa. Þar eð hann trúði því, að guð mundi vísa sér á fólgna fjársjóði, réðst hann til manns nokkurs, sem var að grafa í fomleifanámu hjá Harmony i Pennsylvaníu. En hinar mjúku hendur hans voru ekki vel fallnar fyrir haka og skóflu og dag nokkum gekk hann lengi úti í haga. Hann kom að litlu vatni milU grænna hæða og sá úti á því fallegt blóma- stóð. Hann fór úr fötunum og óð upp að mitti. Hann var að dást að hinum fölgulu blómum, þegar honum varð litið til lands og hann sér unga stúlku. „Halló!" kallaði hún. „Gefðu mér blómvönd." „Sg er allsber!" hrópaði hann og fannst hann vera mjög bjánalegur. „Fötin mín em þarna á bakkanum. Farðu í felur á meðan ég klæði mig.“ Hún flúði burt samstundis. Hann safnaði hnefafylli af blómum, óð í land og klæddi sig í snatri. „Allt í lagi,“ kallaði hann. „Hvar ertu?“ Hún kom hikandi í ljós. Hún var há og tíguleg, með svart hár og dökk, flöktandi augu. Hún kom til hans, leit á hann og brosti.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132

x

Úrval

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.