Úrval - 01.02.1946, Qupperneq 100

Úrval - 01.02.1946, Qupperneq 100
98 TJRVALi útgáfu. Eru fleiri fyrirspurnir ? . . . J>á skipa ég lærisveinum mínum að booa hið nýja fagrnaðarerindi og skíra vantrúaða." Trúar-lcekning. Hinir áhugasömu lærisveinar tóku nú að boða trúna; og til Palmýra streymdu trúskiptingar úr öllum átt- um ásamt fólki, sem kom til þess að gera grín. Meðal þessa fólks var hár og veiklulegur maður að nafni Newel Knight. Newel hafði verið veikur á sálinni; og þegar hann leitaði ráða spámannsins, fékk hann skipun um að fara einförum og biðjast fyrir. Hann iá á bæn heilt kvöld úti í skógi og þegar hann kom heim varð kona hans óttaslegin að sjá hið nábleika andlit hans. Hún sendi eftir Jósep. Spámaðurinn varð höggdofa af því, sem hann sá. Newel lá á gólfinu og engdist af kvölum. Hann sparkaði í ósýnilega óvini og sló eins og óður væri með báðum höndum. Það hafði komizt á loft, að Newel hefði fengið kast og nágrannarnir höfðu safnast saman. Kona nokkur hvíslaði felmtursfull: „Hann er haldinn af djöfli." Þessu var hvíslað frá manni til manns og loks heyrði Jósep, hvað sagt var. Einhver sagði: „Þú ert spámaður. Sýndu okkur að þú rekir út djöfla.“ Jósep var í vanda. Hann sá hér tækifæri ef guð vildi styrkja hann, en hann var tregur að stofna fram- tíð kirkjunnar í hættu í eitt skipti fyrir öll. Því ef hann reyndist van- megnugur.. . „Fljótt!" hrópaði kona úr hópnum. Newel fékk enn ákafari krampa og slefaði. Jósep starði á hann hikandi. En allt í einu beygði hann sig yfir hinn þjáða mann, greip i handlegg hans og sagði hárri röddu: „Newel Knight, þú þjáist af illum anda! í nafni almáttugs guðs rek ég djöful- inn út af þér! Statt upp og gakk!“ Hópurinn hörfaði.undan eins og frá beði líkþrás manns. Newel lá um stund kyrr og skjálftakippir fóru 5 gegnum hann, en síðan reis hann hægt og rólega á fætur. Krampinn í líkama hans hvarf. Andlit hans fékk á sig rólegan, kyrrlátan blæ, þrátt fyrir fölvann. Hann stóð um stund eins og til þess að reyna fætur sínar, en hrópaði síðan með rödd, sem vakti furðu allra: „Dýrð sé guði!“ Kona hans kom og leiddi hann til sængur. Hann lá þar rólegur, en alveg örmagna. Hann brosti veiku brosi til Jóseps og sagði: „Það var sosum djöfull. Eg sá þegar hann fór.“ „Eg sá hann líka,“ hrópaði kona, sem stóð hjá og greip hönd Jóseps og kyssti hana aftur og aftur. „Dýrð sé guði! Guði sé lof! Ég ætla að láta skírast." Orðrómurinn um kraftaverkið dreifðist eins og eldur í sinu. Hópar af fólki komu til Palmýra að leita hins nýja spámanns; sumir með al- eigu sina með sér. Jósep var mjög glaður, en ofsi óvina hans óx stöðugt. Hann var skyndilega dreginn fyrir dóm og sak- aður um að æsa upp lýðinn, ræna konu og kvænast henni, grafa eftir fjársjóðum í annarra landi og um guðlast. Þó að hann væri sýknaður, var hann óðara handtekinn aftur og fluttur til Kolesville. I þetta skipti voru ákærurnar skrilæsingar, galdr- ar og mök við djöfulinn. 1 annað sinn var hann látinn laus eftir strangar yfirheyrslur og falsk- ar vitnaleiðslur. Jósep vissi að hann var ekki ör- uggur um líf sitt í New York. Hann var nú orðinn þekktur víðsvegar eft- ir réttarhöldin og vinir hans báru honum fréttir um að óþjóðalýður væri með ráðagerðir um að taka hann af lífi án dóms og laga, en tjarga fjölskyldu hans og lærisveina. Hann vissi ekki hvert halda. skyldi. Kirkja hans þarfnaðist manns með járnvilja í stað manna eins og Newels Knights og Olivers Kowdery.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132

x

Úrval

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.