Úrval - 01.02.1946, Page 109
BÖRN OUÐS
107
til Missouri, til að komast á snoðir
um hvernig nýlendunni þar famaðist.
'íX'gar hann kom úr förinni mánuði
jse-inna, sagði hann Jósep, að eitthvað
jtöí að aðhafast, ef koma ætti í veg
íyrir, að allir trúboðar í Missouri
yrðu myrtir.
,,Þeir lifa í synd,“ sagði Jósep
óþolinmóðlega.
,JEf þeir iðrast, verndar drottinn
þá.“
„Synd er ekki orsökin, Jósep.
Mundu að fyrstu landnámsmennimir
i Missouri komu frá Suðufríkjunum og
hata því Negrana. Þú lagðir svo fyiir,
að Negrarnir væru einnig skírðir og
fengju jafnan rétt. Það þola gömlu
iandnemarnir ekld. Sumir trúbræðr-
anna hafa líka gumað af því, að guð
mundi gefa okkur ailt Missouri. Þetta
eru ástæðurnar.“
„Það eru misgerðirnar," sagði
Jósep fastur í trú sinni.
Brigham horfði stundarkorn á
á Jósep og hugsaði aftur með sjálfum
sér, að augu spámannsins væru íull
af dreymandi leiðslu, sem vissi ekki
á gott fyrir Zion. Honum væri betra
að ranka við sér og lita í kringum
sig.
„Þeir þurfa ekki meiri iðrunar við,“
sagði Brigham. „En það er trú min,
að þeir þurfi á fleiri byssum að
halda."
líirkjan í Ohio óx stöðugt að auð-
æfum og fólksfjölda Jósep fékk
opinberun um, að trúbræðumir sicyldu
reisa musteri í Kirtland og það var
strax byrjað á því að reisa það. Mitt
í byggingarframkvæmdunum komu
snenn frá Missouri og sögðu frá bar-
smíðum, íkveikjum, nauðgunum og
morðum. Jósep sendi orð um að
skjóta málunum fyrir dómstólana.
„Hvers vegna myndaröu ekki her
og' berst við þá?“ spui'ði Emma.
,,Her!“ hrópaði hann. „Við trúum á
friðinn."
Hugmyndin greip hann föstum
tökum. Hann fór aleinn og lagðist á
bæn. Guð sagði honum að auðmenn
kirkjunnar skyldu fara tUMissouriog
kaupa land og' ennfremur, að Jósep
ætti að vopna her og stefna honum
g'egn Missouri. „Er þetta skipun frá
guði?“ spurði Brigham undrandi.
„Það likist sjálfsmórði."
Honum virtist það eindæma fá-
vizka að ráðast með öþjálfaðan her
á heiit ríki. Engu að síður tók hann
til óspilltra málanna. Menn vom
sltráðir í herinn, byssur keyptar og
Jósep fór til New York að safna
sjálfboðaliöum.
Fögnuðurinn varð mikill, þegar
það komst á loft, að trúbræöurnir
ættu að ráðast á Missouriríki og end-
urreisa þar Zion. En fregnirnai' bárust
til Missouiá og hraðboði kom frá
söfnuðinum með þau tíðindi, að 200
heimili hefðu verið brennd til ösku í
hefndarskyni.
„Hvað hefir Missouri marga menn
undir vopnum?“ spurði Brigham.
,,3Sg veit ekki —- hundruð hermanna
og hundmð vopnaðs skríls.“
„Og Jósep fer á móti þeim með
200 viðvaninga! Ég óttast að Missouri
flói í blóði trúbræðranna. Ef til vill
vinnum við ef guð er með okkur.“
„Her“ Jóseps, 205 menn að tölu,
iagði af stað til Missouri í maí 1834.
Hann var óður og uppvægur að sýna
sig sem mikinn hershöfðingja og var
í faraibroddi með blaktandi fána og
fögnuð í hjarta.
Sumir vom ófúsir frá byrjun að
yfirgefa heimili sín. „Hvers vegna á
ég að hætta líí'inu fyrir fólk I
Missouri?" spurði einn.
„Það er guðs vilji," sagði Jósep.
„Hvernig á ég að vita það? ®g á
konu og börn heima. Er það vilji
guðs, að ég skilji þau eftir og láti
myrða mig?“
„Trú þín er veik. Farðu aftur til
vagns þíns.“ Þetta undarlega ferðalag
var flestum manni ofraun. Lestin för
aðeins 15 til 20 mílur á dag, þvi bæði
var það, að matföng skorti og dýrin
ofklyfjuö. Á einum næturstaðnum var
krökt af skröltormum, sem skriðu
alla leið upp í rúmin til mannanna.
Jósep sagði, að það væri fífldirfska