Úrval - 01.02.1946, Síða 113

Úrval - 01.02.1946, Síða 113
BÖRN GUÐS 111 Jósep komst að raun um, að Mor- mónar höfðu numið land með góðum órangri — á fleiii stöðum en Far West. Skírðir menn komu í straum- um hvaðanæva af landinu. „Kvað eru margir trúbræður hér?“ spurði Jósep. „Að minnsta kosti 10,000.“ „Þá geturn við varið hendur okk- ar,“ sagði Rigdon. „Það veit guð,“ sagði einn mann- anna. Skömmu eftir komu þeirra hélt Sidney ræðu, sem var fagnað af þúsundum manna. „Við höfum boðið óvinum okkar hina kinnina." hrópaði hann. „En héðan í frá rnunum við ekki gera svo. Við tökum guð til vitnis um það, að geri lýðurinn árás á okkur, skal blóðugt stríð verða háð!" Jósep var einnig mjög sköruleg- ur. „Við munum ekki gera á hluta annarra, en við munum verja frelsi okkar og réttindi. . .“ Menn köstuðu höttum sínum upp í loftið og æptu, en konurnar grétu af gleði. Þetta var stríðandi spámað- ur, sagði fólkið, og það var reioubúið að fylgja honum til endimarka ver- aldarinnar. Jósep fannst hjartað lyft- ast í brjósti sér við fögnuð þeirra. Hann hafði verið rekinn eins og þjóf- ur frá Kirtland, eltur af morðingjum, yfirgefinn af mörgum foringjum sín- um; en hér á ókunnum stað voru hug- rakkir menn reiðubúnir til að deyja fyrir hann. Hér voru Lyman Wight. Parley Pratt, Orson Hyde og Brig- hann Young: spámaður gæti stofnað konungsríld með slíkum mannafla. Hann varð frá sér numinn af fögnuði, er hann heyrði að 500 trúbræður hefðu lagt af stað í hóp frá Ohio og væru á leiðinni til Far West, þar á meðal fjölskylda hans. Jósep vissi ekki, að utankirkju- menn voru að undirbúa óeirðir. Þeir höfðu heyrt að spámaðurinn væri kominn og nokkrir höfðu séð hann og heyrt hina heitu ræðu hans. Þeir höfðu heyrt Sidney lýsa yfir: „Við munum, berjast við óvini okkar til síðasta blóðdropa." Þetta var ögrun. Þegar Brigham heyrði þetta hreytti hann út úr sér. „Bölvað fíflið! Ef hann heldur sér ekki saman verður borgarastyrjöld. Sidney er okkur óþarfari en óvinir okkar." Óveðrið skall á í landnámi, sem nefndist Gallatín. Þar voru haldnar kosningar og þegar trúbræðurnir komu á kjörstaS, réðist óþjóðalýðurinn á þá. í hinni hörðu orustu, sem nú varð, urðu trúbræðurnir yfirsterkari. Utan- kirkjumenn drógu sig i hlé, bláir og blóðugir og hétust við fjandmenn sína. „Við eigum eftir að taka í lurginn á ykkur Mormónunum!" „Við ætluðum bara að kjósa.“ „Þið skulið aldrei kjósa, við sækj- um byssurnar.“ Til allrar hamingju var komist hjá frekari blóðsúthelling- um í Gallatín, en Jósep frétti brátt að óþjóðalýður hefði sezt um De Witt og stöðvað matvælaflutninga þangað. Þegar hann óskaði eftir vernd lög- gjafanna, fékk hann þau svör hjá Bogg landsstjóra, að baráttan stæði milli vopnaðs skríls og Mormóna, og þeir gætu gert upp sín á milli. Jósep gat naumast trúað, að stjóm í lýð- frjálsu landi gæti borið svo litla virð- ingu fyrir borgaralegum réttindum. Sumir af leiðtogum kirkjunnar vildu frið, en aðrir vildu stríð og Jósep var eins og milli tveggja elda. Hann gat ekki tekið fasta ákvörðun, hvorki þegar hann heyrði, að trú- bræðurnir hefðu verið reknir út úr De Witt né þegar hann frétti, að Mill- port hefði verið rænd, og brennd, né heldur þegar honum var sagt frá orustu við Krókafljót. En óákveðni hans skipti ekki máli, þegar hér var komið. Það var ekki á hans færi að hafa hömlur á ófriðin- um. Bogg landsstjóri hafði talað og vopnaviðskiptin voru hafin. Einn dag snemma morguns komu riðandi menn og báru þau tíðindi, að
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132

x

Úrval

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.