Úrval - 01.02.1946, Síða 114

Úrval - 01.02.1946, Síða 114
112 ÚRVAL stór flokkur vopnaBra manna undir forustu hershöfðingianna Lúkasar og Doniphans væri á leið til Par West. Að'rir njósnarar sögðu frá nauðgmnum o g morðum á Mormónakonum í Hauns Mill. Jósep lagðist á bsen, en Lyman og Parley réðu ráðum sínum. „Nú verðum við að berjast,“ sagði Lyman. ,,Það veit guð almáttugur, að við hefðum átt að vera farnir til þess fyrir löngu." „Já,“ sagði Parley. „Hvað ætlast þú fyrir, Lyman?" „Víggirða borgina. Eg vil láta hvem vinnufæran mann starfa með mér í nótt við að hlaöa víggirðingar. t>ú útvegar byssur og skotfæri." Trúboðarnir unnu alla nóttina við víggirðingamar af hinu mesta kappi. Lyman fór stað úr stað og taldi kjark í mennina, skipaði fyrir og vann; en hann var kvíðafullur vegna 'Morinóna nokkurs, sem hét Hinkel. Maður sá hafði tekið sér ofursta- nafnbót og skipulagt dálítinn her. Hann var nú á leiðinni til Far West. Lyman geðjaðist ekki að manninum, hann hafði hina rögu hvatvísi sléttu- úlfsins. En þegar Lyman vakti máls á þvi við Parley, að Hinkel gæti svik- ið, fór Parley að hlæja. „Hann er ágætur maður, Lyman. Hann kemur í fyrramálið til að hjálpa okkur.“ Sr dagur rann grár, kaldur og óheillavænlegur, voru trúbræðurnir í vígjum sínum, búnir til áhlaups. Lyman stóð á verði, og þegar hann sá hvar Hinkel kom ríðandi einn síns liðs, kallaði hann á Parley og Jósep og fór til fundar við hann. „Lúkas hershöfðingi sendir þau boð, að hann vilji koma að máli við foringjana og ræða horfurnar," sagði Hinkel. „Að máli við okkur?" Ljmian var tortrygginn. „Þú átt við, að þetta sé vopnahlé ?“ „Já. Hann segir að hægt muni vera að sættast á allt.“ „Hver kom þessu til leiðar?" „Ég,“ sagði Hinkel stoltur. „Ég taldi hann á það.“ Lyman snéri sér að Parley og Jósep. „Trúið þið honum?" „Ég trúi honum,“ sagði Parley; og Jósep sagði: „Guði sé lof!“ Lyman var ekki sannfærður. „Eig- um við að fara?“ spurði hann Jósep. „Já, Lyman bróðir. Guð verndar okkur í dag.“ Þeir riðu fjórir saman út að Gæsa- nöf. Jafnskjótt og Lyman sá, hvernig Lúkas hershöfðingi og menn hans sátu á hestunum var að honum komið ao snúa viö og flýja, en hann stilltí. sig, hélt áfram og sagði: „Hershöfð- ingi góður, við skiljum ósk þina að sættast við okkur.“ Hann hafði naumast lokið setningunni, þegar Hinkel kom til sögunnar: „Lúkas hershöfðingi, hér eru fangarnir, sem ég lofaði að selja þér i hendur." Lyman snéri hesti sínum steini lostinn af svikunum, en um leið sá hann hundruð rifla stefna á sig. „Þetta var gildra,“ sagði Hinkel smeðjulega. „Þið genguð beint i hana.“ „Þinn andstyggilegi Júdas!“ hróp- aði Lyman. Þeirra var nú gætt af nokkrum vopnuðum mönnum úti á víðavangi. Rigdon hafði einnig verið handtelrinn og var nú á meðal þeirra. Alla nótt- ina hímdu þeir í sallarigningu með verðina kringum sig, sem klæmdust, slúðruðu og gortuðu af því, að nú skyldu þeir nauðga konunum í Far West. Jósep horfði stöðugt fram fyrir sig. upp í gráan himininn. Hann hafði ekki mælt orð af vörum síðan hann var handtekinn. Hvern klukkutimann af öðrum sat hann eins og hann væri höggvinn í stein. Hann sat jafn- vel sem fastast, þegar verðimir potuðu í hann löngum staf til að toga úr honum orð. Morgunin eftir var farið með þá félaga í vagni til fangelsisins. Eftir að þeir voru farnir réðist Clark hera-
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132

x

Úrval

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.