Ný sumargjöf - 01.01.1861, Blaðsíða 1
ROSIN 1 ALHAMBRA.
(Eptir W. IRVING.)
Eptir ad Serkir höfðu gefizt upp í Granada, dvöldu
Spánar konúngar laungum og laungum í borginni, og var
hún þeim kærust allra ríkissetra, þángað til þeir stjgðust
þaðan af tíðum jarðskjálftum; voru svo mikil brögð að
þeim, að inörg stórhús hrundu til grunna og léku hinir
serknesku turnar á reiðiskjálfi.
Nú liðu mörg, mörg ár, og átti Granada sjaldan því
láni að fagna, að konúngar vitjuðu hennar. Hallir höfð-
ingjanna stóðu apturlæstar og þögular einsog dauðra
manna grafir, og Alhambra sateinsog fögur ýngismey,
sem svikin er af unnusta sínum, í hryggilegri einveru,
innanum hina vanræktu aldingarða. —
Kóngsdætra turninn, sem kendur er við hinar þrjár
serknesku kóngsdætur, fór nú og að hrörna i þessari
gjörsamiegu auðn; kóngulóin óf vef sinn í hiuum gullnu
hvelfíngum og uglur hreiðruðu sig í þeim herbergjum,
sem áður höfðu hrósað sér af návist Zayde, Zorayde, og
Zorahavde. Hjátrú manna mun og hafa valdið því með-
fram, að turninn varlátinn vera í eyði; því sú saga gekk,
að svipur Zorahayde, sem dó í turni þessum á únga aldri,
sæjisl opt í túnglsskininu og stæði þá annaðhvort hjá
gosbrunninuin í höllinni eða kveinaði uppi á turnbrúninni;
Ný Sumargjof 1861. 1