Ný sumargjöf - 01.01.1861, Blaðsíða 46
46
fó gimsteinn liggi í sorpi, f>á verður hann samt gimsteinn
jafnt sem áður, en sorpið verður aldrei nema sorp, hvað hátt
sem |>að fýkur upp i loptið.
Dramba þú, lángeyrði, gullbeizlaði asni! og. afla þér lofstírs
hjá skrilnum; Ijónið, sem hrapar í glötunina fyrirlítur þig, þar
sem það liggur bröltandi i andarslitrunum.
Fáfróður maður er dauður áður en hann deyr; hinir fávísu
eru lifandi legstaðir. Sá, sem ekki glæðir og örfar anda sinn
með námi, hann veit ekki, hvað það er, að vakna af svefni.
Meðan smjaðrarinn er hjá þér, er hann líkur lambi, en þegar
þú ert á burtu, rífurhannþig í sundur einsogjvargur. Trúðu ekki
þeimmanni, sem segir þér annara lesti, hann muneinsfús á að
segja öðrum þína.____________________
fni vonzkufulli maður! þú ert í óvinahöndum. Hvar sem
þú ert, fær þú ekki sloppið úr fángelsi þínu, úr klónum, sem
halda þér föstum. |>ó þú flygir upp í himininn, þá mundirðu
hafa kvalarann og helvíti með þér.
Sá sem sækist eptir vizkunni, en neytir hennar ekki, hann
er líkur þeim manni, sem plægir, en gleymir að sá.
Hefðu kettirnir vængi, þá væri enginn titlíngur framar í
loptinu; hefði hver maður það, sem hann óskar sér, þá hefði
enginn neilt. ________
f>cir F.amechs synir Tubal og Tubalkain voru miklir hugvits-
menn; annar þeirra fann upp hljóðfæralistina, enhinn málmsmíði.
Hafi báðir þessir bræður búið í sama húsi, þá hefir þar verið í