Ný sumargjöf - 01.01.1861, Blaðsíða 80
80
hafði hann þá fjóra um þritugt. Fjórir voru drepnir af
áhángendmn hans, en hinuin öllum var gefið líf.
Elisabeth var nú komin aðsjötugsaldri þegar þetta gerðist,
en samt var htin vel hraust bæði á sálu og llkama. Eptir
dauða Essex brá svo við, að hún varð yfirkomin af megnri
hugsvki og fór heilsu hennar sihnignandi. það er víst, að
hún tregaði Essex, en hitt er ósannað, hvort þúnglyndi
hennar hefir eingaungu verið sproltið af harmi eplir hann.
Svo er mælt, að þá er Essex var í mestum kærleikum hjá
drottníngu, hafi þau eiltsinn setið á tali saman tvö ein, og
hafi þá Essex látið sér um munn fara, að kvennahylli væri
stopul og að nokkurra mánaða fjærvera gæti snúið hinni
einlægustu ást í gleymsku og tómlæti. Elisabeth sór þá,
að hún aldrei skyldi gleyma honum, lók hríng af hendinni
og gaf honuin með þeim ummælum, að ef hanu nokkurn-
tima skyldi glata hylli sinni fyrir rógburð annara eða eigin
afbrot, þá þyrfti hann ekki annað en að senda sér hríng-
inn, því jafnskjótt sem hún liti hann, skyldi allt vera
gleymt Hann hafði aldrei neytt hringsins, hvað mikið
sem við lá, en meðan dómskjalið var hjá Elisabeth til
undirskriptar og hún vænti hríngsins á hverri stundinni,
þá sendi Essex hann á laun til greifafrúarinnar af Nott-
ingliam og beiddi hana að fá drottníngu. Greifafrúin sagði
manni sínum frá þessu, en hann var svarinn óvinnr Essex,
og kom hríngurinn þviekki til skila.
Tveimur árum síðar tók greifafrúin sótt þá, er leiddi
hana til bana, og er hún var aðfram komin, lél hún biðja
drottníngu að finna sig, þvi hún hefði leyndarmál á sam-
vizku sinni, sem hún ekki ineð rósömu geði gæli tekið
með sér í gröfina. En er drottníngin korn, sagði Inin henni