Ný sumargjöf - 01.01.1861, Blaðsíða 17
17
drottníngunni né hirðfólkinu svo mjög á móti skapi, hefði
hann verið hægur og ekki bært á sér, einsog aðrir dauðir
menn; en hann krafðist þess óvægt, að menn skyldu greptra
sig með mestu viðhöfn. Gerðist hann óþolinmóður og
kvartaði sáran undan óvirðíngu þeirri, er sér væri sýnd,
þarsein hann var látinn standa svo lengi ójarðaður, og
horfði þetta til mestu vandræða. það þókti óheyrilegt á
meðal hirðmannanna, sem voru vanir að sýna konúngi frá-
bæra auðsveipni, að fullnægja ekki skipunum hans, en
annarsvegar liefði það verið konúngsmorð, að hlýða honum
einsog nú á stóð og kviksetja hann.
I þessum dauðans vandræðum fréttist til hirðarinnar
af saungmeynni, sem hafði trylt gjörvalla Andalusiu.
Sendi drottníng henni boð í skyndi og bauð henni til St.
Ildefonso, því þar dvaldi liirðin um þetta levti.
Nokkrum dögum síðar var droltning á gángi með hirð-
meyjum sínum í inndælum aldingarði, sem átti að bera af
hinum víðfræga garði í Versölum, svo var hann prýddur
skógargaungum, grashjöllum og gosbrunnum; kom þá
hin víðfræga saungmey og var leidd fyrir drottníngu.
ísabella virti hina þóttalausu stúlku fyrir sér, sem hafði
komið heiminum í uppnám, og undraðist hún stórum.
Jasinta var á hinum litfagra andalusiska búníngi og hélt
á silfurgígjunni í hendi sér, stóð hún þar með auðmýkt,
horfandi til jarðar, blómleg, fögur og fordildarlaus, svo
enn var hún réttrrefnd Alhambrarós.
Eljukonan Friðgunna fylgdi henni, einsog vant var;
spurði drottníng hana að ætt og uppruna meyjarinnar og
svaraði hún því ítarlega. Hafi Jasinta orðið Isabellu vel að
skapi þegar í fyrsta áliti, þá má gánga að því vísu, að
Ný Sumargjöf 1861. » 2