Ný sumargjöf - 01.01.1861, Blaðsíða 41
41
SPAKMÆLI.
Nkömmii áður en Newton andaðist, mælti hann þessi merkilegu
orð: „Eg veit ekki, hvernig heimurinn lítur á mig, en sjálfur
hef eg J>á skoðun á mér, að eg hafi verið líkt sem drengur, er
leikursér á sjáfarbakka; mér þókti gaman, þegar eg fann sléttari
stein eða fallegri skel en aðrir, en hinn mikli hafgeimur sannleikans
lá ókannaður fyrir framan mig.“
Ekkert er varanlegt, nema hverfleikinn, ekkert er stöðugt,
ncma dauðinn. Sérhver æfistund veitir oss sár og lífið væri
sífeld blóðrás, ef ekki væri skáldskaparlistin. Hún veitir oss það,
sem náttúran synjar oss um: gullöld þá, er aldrei ryðgar,
vorblóma, sem aldrei fölnar, sólheiða sælu og eilífa æsku.
Ritaðu velgjörðir á marmara, en mótgjörðir á sand.
Að baki sólnanna þarna velta sólir í hinum ómælanlega
himingeimi; geislar þeirra, sem vort mannlega auga aldrei hefir
lilið, hafa um þúsundir ára verið á leiðinni ofan til vorrar lillu
jarðar, en hafa ekki náð niður til hennar enn; og þú, mikli,
eilífi guð ! óðara en vér opnum vor veiku hugskotsaugu, skín þú
skært inn um þau, þú sólnanna og andanna skapari!
Sakleysi! það ertu einúngis, þegar þú ekki þekkir sjálft þig,
einsog í bernskunni; en meðvitundin um þig er dauði þinn.
Aldrei er maðurinn fegri, en þegar hann biður fyrirgefníngar,
eða fyrirgefur sjálfur.