Ný sumargjöf - 01.01.1861, Blaðsíða 68
68
um tvitugt og var hin heilsubezta, þó hón allt frá æsku
hefði átt við þúngar raunir að búa. Fyrirkvennska og
skörúngskapur iýsti^ af yflrbragði hennar, og þótt ekki
væri hún smáfríð, þá gætti þess minna fvrir það, að hún
var þekkileg og vingjarnleg i viðmóti. Hún var réttvaxin,
en heldur holdamikil. Tignarlegust var hún þegar hún
sat á hesti, því þá var sannur skjaldmeyja bragur á henni.
það ræður að likindum, að svo voldugri drottningu
niundi ekki verða biðils vant. Enda varð sú rauniu, því
óðara en hún var sezt að riki, beiddi henuar Filip annar
Spánar konúngur, sem átta hafði Mariu hálfsystur liennar.
Svaraði hún boði hans vingjarnlega, en þó með vífilengjum,
svo að Filip hugði gott til kvonfángsins, en sú von varð
honum að lygi einsog öllum þeim, er leytuðu ráðahags við
Elisabeth. Meðai þeirra má nefna erkihertoga Karl í Aust-
urríki, Kasimir kjörprinz í Pfalz, Eyrik Svía konúng,
Adolf hertoga i Hollandi og Arran greifa, sem gerði sér
von um að verða kouúngur í Skotiandi. — Sá sem næst
virðist hafa staðið happi þessu var Robert lávarður Dudley,
því honum unni Elisabeth mjög og gerði hann að greifa
af Leicester. En honum brást iíka vonin. Drottníngin
synjaði öllum biðlum sínum, en lét þó engan vonlausan
frá sér fara.
Ekki var það þegnum hennar að skapi, að hún lifði
ógipt og fór þíngið þess á leit í nafni þjóðarinnar, að hún
giptist einhverjum þeim, er hún vildi helzt kjósa sér til
eiginmanns. Brást hún ekki illa undir tilmæli þessi, en
færðist þó undan. „England44, mælti hún, „er eiginmaður
minn; það er vígt mér til handa með þessu veði“; (um
leið og hún sagði þetta, bentihún á gullhríng, er hún bar