Ný sumargjöf - 01.01.1861, Blaðsíða 83
83
því hattinn ofan, batt vasaklút í gjörð um ennið og setti
pottinn öfugan á höfuð sér, en hélt á hattinum í hendinni.
þökti honum þetta mikill léttir í fyrstunni, en því var nú
verr, að hann sá ekki fyrir endann.
Klerkurinn gekk nú alltaf eplir sniðvegum, til þess
að enginn skyldi sjá sig og átti hann því drjúgan spöl
eptir heim til sín; kom hann að skurði einum milli
tveggja akra og var honurn nauðugur einn kostur að
stökkva þar yflr. — Enda stökk hann yfir skurðinn, en
af hristingnum, þegar hann kom niður, breyttist hjálnnii'inn
í hettu, því potturinn sökk niður fyrir andlit honum og
læstist barmurinn niðrí hnakkagrófina, svo að allt höfuðið
huldist og lá potturinn bfyfastur utanum það Verst var
það saml, að liann var skroppinn niður fyrir nefið og stúð
það fyrir, svo að honum varð [ekki mjakað upp á við.
Hvað átti nú prestskepnan að gera í slíkum vandræðum?
Vegurinn var torfær og hættulegur, en öll mannieg hjálp
fjærri, og þartil kom, að prestinum varð erfitt um andar-
dráttinn innan í pottinum, og hélt við köfnun, svo ekki
var annað fyrir að sjá, en að hann mundi þá og þegar
gefa upp öndina. — En lífsfysnin er almáttug og enda
heimskustu menn liafa opt sýnt snarræði í voðalegasta
háska; sannaðisl það einnig á kennimanni þessum. Hann
ránkaði allt í einu við því, að sraiðja ein var svo sem
bæjarleið í burtu fyrir handan akrana, og hugðist liann
mundu geta fengið hjálp þar, ef hann næði þángað áður
en liann kafnaði. En með því hann var sviptur sjúninni,
þá varð hann að þreifa og fálma fyrir sér, og gekk hann
svo gætilega sem hann gat með hattinn i hendinni. Skreið
hann ýmist eða rendi sér vfir húla og liæðir, garða og
6*