Ný sumargjöf - 01.01.1861, Blaðsíða 118
118
únga hafdi skelfzt við þá tilhugsun, að dvelja innan múra
klaustursins, gátu þær þá horft á legstað hennar í þeim
búníngi, sem liana jafnvel m.vndi hrylla við í gröfinni?
Gátu þær legið á hæn, þegar þær í augliti alls himins
leiddu skugga sorgarinnar yfir ásjónu eins af einglum
guðs? Nei.
þær sendu eptir nokkrum frægum listamönnum frá
útlöndum og að fengnu samþykki kyrkjunnar létu þær
gera vandaða eptirmynd glitsaumsins á nafndúkunum á
fiinm spjöld úr dýrindis litgleri. Voru þau síðan feld í
stóran glugga, sem áður hafði verið óskreyttur og þegar
sólin skein í heiði, einsog hin framliðna hafði orðið fegnust
að sjá hana, spegluðust glitrósirnar með frumlitum sinum,
um leið og þær dreifðu glitrandi geislum á steingólfið og
skinu hlýlt á nafníð Alice.
A degi hverjum gengu systurnar fram og aptur á
gólfi miðkyrkjunnar mörgum stundum saman, eða þær
lögðust á knébeð hjá legsteininum. Að mörgum árum
liðnum sáust þar ekki nema þrjár af systrunum, seinna
tvær, og laungu síðar var ekki eptir nema ein, lotleg og
hrum af elli. Að lokuni kom luin ekki heldur og málti á
legsteininum lesa fimm skírnarnöfn, en annað ekki.
Legsteinninn er orðinn máður og aðrir komnir í
staðinn; margir æltbálkar hafa fæðzt og dáið síðan þetta
var. Litirnir hafa. fvrnzt og dofnað, en sömu geislabirtuna
ber enn á hina gleymdu gröf, þó engin merki hennar
sjáist, og alll fram á þenna dag héfir ókunnugum mönnum,
sem komið hafa í Jórvíkur dómkyrkju, verið sýndur gam-
all gluggi, sem kendur er við „hinar fimm systur. “