Ný sumargjöf - 01.01.1861, Blaðsíða 42
42
Túngan er sverð kvenna; enda láta |>ær það sjaldan ryðga. —
Sú kona, sem hefir miklar mætur á fegurð sinni, mun að
öllum jafnaði selja hana. — Þögn og kinnroði kvenna er hin
bezta málsnild þeirra.
Btómin ánga aldrei sætar eða megnar, en þegar þau vita á
sig þrumuveður. Vertu einsog blómin, elskuríka sál! og sendu
frá þér sætan ilm, þegar illviðrið dregur yfir!
Ellin freistast af gulli, æskan af skemtunum, litilmennið
af smjaðri, ragmennið af hræðslu og fullhuginn af frægðinni.
Svona eru til ótal ögn, sitt handa hverri fiskitegund, og öll hylja
þau aungulinn banvænan.
Betra er að vera kistulagðurí gröfinni en að dragast ofanjarðar
ástarlaus og vonlaus.
Fátæklíngurinn kvartar undan mönnunum við guð, en ríkis-
maðurinn kvartar undan guði við mennina.
Maðurinn er ekki eingaungu til þess, að gæta sjálfs sín
við falli, því, ef svo væri, þá mætti honum nægja eitt auga og
ein hönd. Hann á að sjá við falli bræðra sinna; til þess voru honum
gefin tvö augu og tvær hendur.
Sönn auðmýkt er áþekk þéttlaufguðu tré, sem hylur ávextina
undir blöðum sínum.
Vizkan er náttúrugáfa, sem menn geta átt, án þess þeir viti.
I>egar Salómon bað drottinn um vizkuna, þá sýndi hann með því,
að hann hafði hana þcgar.