Ný sumargjöf - 01.01.1861, Blaðsíða 44
44
Ástin er áþekk morgunskuggunum, sem minnka með hverri
stundinni. En rináltan er likust kvöldskuggunum, sem fara
vaxandi, þángaðtil æfisólin rennur í ægi.
Spurðu óvin þinn ráða, en farðu samt ekki að ráðum hans;
gakk þú til hægri handar, ef hannvísarþér til hinnar vinstri.
Sá sem ekur á vagni vonarinnar hefir lagskonu við hlið sér.
Er það hamíngjan? nei, nei, vinur! það er fátæktin.
I>egar trén standa hlaðin ávöxtum, lúta limarnar blíðlega
niður. fægar góður maður rís til tignar og metorða, beygir
hann sig niður til að hjálpa öðrum. —
Kallarðu það hyggindi að svíkja vin, sem trúir þér? Er
það hetjuskapur, að drepa sofandi mann?
Hvað er svo heilagt og alvarlegt, að það ekki geti orðið til
athlægis, ef að því er rángsnúið?
Máttúrunni verður ekki ámælt, heldur sálinni; enginn maður
er Ijótur, nema hann sé vondur. Dygðin er fegurð; en fríð
illmenni eru holir tréfauskar, blómskrýddir af djöflinum.
„Seg þú, að steinar þessir verði að brauði!“ I>essi orð má
heimfæra uppá marga legstaði. Hinn framliðni ágætismaður
var bláfátækur og átti í vök að verjast, meðan hann lifði. En
þegarhann liggur í gröfinni, þá er honum gefinn steinn, — honum?
ó nei! heldur reisa mennirnir sjálfum sér og hégómagirnd sinni
minnisvarða. ___________
*