Ný sumargjöf - 01.01.1861, Blaðsíða 64
64
trú á guðlegri forsjá. „Ef að guð verndar mig“, sagði
hanu einu sinni, þegar höfðíngi einn reiddi sverð yfir höfði
hans, „þá get eg ekki dáiðw; enda komst hann heill úr
þeirri hættu.
Alit líferni hans var fyrirmynd hófsemdar og dygðar
og varði hann allri æfi sinni, til að kenna lærdóma sína
og semja hin ágætustu rit.
Hann dó í mestu örbyrgð, grátandi yfir siðaspillíngu
aldar sinnar, og hafði hann þá fimm um sjötugt. Hann varð
mjög harmdauði lærisveinum sínum og jafnvel konúngi
sinum; hafa musteri verið reist honum til sæmdar alit
fram á þenna dag.
þeim, sem ritað hafa æfi Konfuciusar, her saman um,
að hann hafi í. ásýnd verið ólíkur flestum Kínverjum.
Hann var hár vexti og tignarlegur álitum, stóreygur og
hafði mikið skegg.
Hin merkustu rit, sem eptir hann liggja, eru Tahio
(hin mikla fræði) og Thschong-yong (Hið rélta meðalhóf).
Fyrra ritið byrjar með þessuin fallegu greinum:
„þetta er hin sanna vizka; efldu vitsmuni þína og
betraðu hjarta þitt; elskaðu náúnga þinn og leiddu hann
á dygðarinnar veg.“
„Sæll er sá, sem þekkir mark og mið ætlunar sinnar;
vegurinn, sem hann verður að gánga, til að ná marki
þessu, mun þá liggja greiðfær fyrir augum hans. Óvissa
og efasemi muuu hverfa frá honuin, þegar hann snýr út
á þessa braut. Friöurinn og ánægjan munu dreifa rósum
á leið hans.“
„En ófarsæll er sá, sein hyggur limar trésins vera
rætur þess, og laufin ávexti þess ; sem heldur, að skugginn