Ný sumargjöf - 01.01.1861, Blaðsíða 52
52
Nú varð öll náttúran skelfileg ásýndum. Jörðin
hristist og gekk i skykkjum, fjöllin riðuðu upp að tindum,
dunur og dvnkir heyrðust niðri i jörðinni, en undir tók í
ströndinni einsog af suðuhljóði; jörðin var brennheit,
sjórinn vellandi og loptið fullt af eldslogum. kom þetta
allt af eldi þeim, er brauzt um niðri í Vesuvius og ekki
gat veitt sér útrás. En loksins ruddi hann öllu frá, sem
fyrir stóð; köstuðust þá uppúr eldgýgnunt slík heljarbjörg,
að þau fyrir þúnga sakir dultu niður aptur og ultu ofan
eptir fjallshlíðunum. Stóðu brennandi logar uppúr gýgnum,
en á eptirþeim gaus upp kafþykkum reyk, svo að myrkva
dró á lopt og fal sólina, en dagsbirtan varð að svartnætti.
Sló þá dauðans skelfingu yfir alla og httgðu þeir, að
heimslit værtt kontin. Enda lét hjátrúin einnig hætluna
vaxa þeim í augum, því þeir hugðust sjá hræðilega svipi
og tröll í myrkrinu. Töldu þeir víst, að allur heimur
myndi nú eyðast og verða aptur að óskapnaði. Flýðu
surnir tir húsum sínum, er léku á reiðiskjálfi og lá við
hruni, eg þóktusl óhultari útá strælum eða á viðavángi, en
aptur voru aðrir, sem leituðu inn í borgina frá lands-
bygðinni. þeir, sem voru á sjónum, sóktu til lands og
af landinu flýðu ntenn útá sjóinn; þannig hugðist hver maður
óhultari þar, sem hann ekki var.
Nú veltust upp geysistór öskuský og fyltu þatt loptið,
sjóinn og jörðina. Bárust þau allt til Rómaborgar, svo að
dimt varð yfir, og þókti það því kynlegra, sem enginn
vissi þar, hvernig á stóð. Dio Cassius segir að öskuskýin
hafi enda náð til Sýrlands og Afríku. Féll askan svo fljótt
og þélt, að Plinius ýngri, sein staddur var úti við Misenunt