Ný sumargjöf - 01.01.1861, Blaðsíða 123
123
líka vegur og viðhöfn kyrkjunnar. þartil kom aðkyrkjan
brann af voðaeldi 1328, og 1431 varð hún fyrir töluverðum
skemdum af reiðarslagi; var í hvorttveggja skipli gert
að henni, en 1531 brann hún í annað sinn. f>á var kat-
ólskan á förum og þegar siðabótin komst á, misti kvrkjan
alla gripi sína og tekjur, svo að hún aldrei framar náði
hinni fornu prýði. þegar Olafur Eingilbrektsson erkibisk-
up í þrándheirai ekki gat reist rönd við Dönum, flýði
liann til Sleinvíkurhólms og hafði með sér skiín Olafs
konúngs helga ásamt öðru; tóku Danir skrínið og var þá til
Kaupmannahafnar fluttur mikill auður í gulli, silfri og
dýrum sfeinuin. Seinna unnu Svíar þrándheim og höfðu
lík Ólafs konúngs til annarar kyrkju (1564), en það
var sama ár flutt til þrándheims aptur og lagt í límsetta
gröf, sem riddari Jörgen Lykke lét þekja moldu eptir
konúngs boði (1588). Nú vita menn ekki með vissu hvar
gröfln er.
Eptir brunann 1531 var það lengi, að ekki var gert
að kyrkjunni, en loksins var samt austurkyrkjan umbætt
ásamt kórnum. Hún hefir brunnið tvívegis síðan (1708 og
1719) og er því allt, sem af tré eða líku efni er smíðað í
kyrkjunni, frá seinni tímum, svo að nú er lítið eptir af
hinni fornu dýrð hennar, þó ekki verði því neitað, að enda
það sem eptir stendur er veglegt og mikilfenglegt.