Ný sumargjöf - 01.01.1861, Blaðsíða 66
„Friður er stríði belri, þó ekki sé liann til frægðar.
Hinn hagnaðarsamasti sigur er ekki annað en logbirta sii,
sem stendur af eldsvoða. Sá sem leytar eptir þesskonar
ágætij gleður sig við blóðsúthellíngar og bardaga og er
•þvi þess maklegur, að banu sé afmáður úr tölu mannkyns-
ins. Haldið sigurvegaranum engar bátíðir nema sorgar
hátiðir.“
„þegar hann beldur'innreið sina sigri hrúsandi, þá grátið
yfir mannfjölda þeim, sem hann hefir drepið. Gleymið því
ekki, að sigurmörk hans eru reist á gröfum.“
ELfSABETH ENGLANDS DROTTNING OGESSEX GREIFI.
Rikisstjórn Elisabethar er bið glæsilegasta tímabil í
Englands sögu. Fáir kpnúngar hafa verið betur að sér
gervir en hún var, bæði að gáfum, lærdómi, hugpi'ýði og
stjórnkænsku, og stýrðr*1iún löndum sínum í 45 ár, svo
að allur heimur dáðrst að. Alla þá tíð, er hún sat að völdum,
átti hún við óeirðir að slríða innan ríkis, er voldugir og
slægir fjandmenn æstu á hendur henni, en með hófi og
hyggindum sigraðist hún á allri mótspyrnu. í mörg ár
varðist hún sjálf stríðum, en lét nágranna þjóðirnar hefja
herskjöld móti fjandmönnum sínum. Hún leysti Niðurlöndin
undan ánauðar oki og átti í stórkostlegum stríðum, án þess
að velmegun rénaði í hennar ríkjum, og varð það
þjóðinni miklu fremur til fjár og frama; hún linekti veldi
Spánverja, þegar það var í mestum blóma oglagði grund-