Ný sumargjöf - 01.01.1861, Blaðsíða 11
11
hirðsveiuinum. Kjarneplin þroskuðust á apöldrunum og
þrúgurnar á vínviðunum, — haustskúrirnar hellust niður
af fjöllunum. Sierra Nevada sveipaðisl snæhökli sínum og
vetrarhretið hvein í höllum Alhambraborgar, — en hann
kom ekki að heldur. þá hófst aptur hið endurlífgandi
vor með sælum saungvaklið, brosandi blómum og ángandi
vestangolu. Fannirnar þiðnuðu á fjöllunum, þángaðtil
hvervetna var snjólaust, nema á hinum hæztu hnúkum
Sierra Nevada, og stirndi á þá í sumarmollunni. En ekkert
spurðist til sveinsins gleymna.
En Jasinta litla hliknaði upp dag frá degi og sat
laungum hugsandi Hún siunti nú ekki lengur vinnu sinni
né skemtunum; silkið hennar lá í reiðuleysi, gítarinn
var óstrengdur, blómiu afrækt; hún var liætt að hlusta á
fuglasauuginn og augu hennar döpruðust af tárum þeim,
er hún grét, þegar hún var ein. Geti nokkur einverustaður
alið á elsku áslfánginnar og ólánsamrar stúlku, þá er það
slíkur staður sem Alhambra, þarsein allt laðar huga manns
til að sökkva sér niður í blíða og skáldlega drauma. það
er sönn paradís fyrir elskendurna, en er það ekki sár-
grætilegt að sitja einmana í slíkri paradís, — einmana og
þartil svikin?
„Nú! nú ! slelpan þín!“ sagði elju og hygginda konan
Friðgunna, þegar hún sá systurdóttur sína yfirkoinna af
þúnglyndinu, „sagði eg þér það ekki allténd, að þú mættir
vara þig á fláræði og svikum karlmannanna? Hvers gazt
þú munaðarlaus aumínginn vænt þér af hágöfugu stórlæt-
isfólki, þú, sem ert fátækra foreldra barn ! þú mátt vita
fyrir víst, að þó þessi úngi maður væri þér trúr, þá mundi
faöir liaus banna honum að eiga svo lítilsiglda og fátæka